mánudagur, apríl 03, 2006

Hrós

Seinasta þriðjudag fór ég í lífsleikni þar sem kennarinn lét okkur bekkjarsystkinin setjast saman í hring og tala um hrós. Hvernig fólki líður miklu betur þegar því er hrósað. Ég veit að ég hef verið mjög klaufsk í gegnum árin við að hrósa, en þegar ég vil meina það virkilega þá legg ég mig alla fram við að vera sannfærandi. Sumum er þetta bara ekki í blóði borið. Ég hef ávallt átt erfitt með að hrósa fólki, og hefur fundist það kaldhæðnislegt og oftar en ekki svo lítt meiningarfullt að fólk hefði allt eins getað sleppt því að hrósa.
EN nú eru nýir tímar! Þetta vakti fyrir mér mikla umhugsun og ég leit aftur í tímann og uppgötvaði þá að ég hefði nú alveg getað gert aðeins betur. Því að það gleður fólk alveg rosalega að fá eitthvað hrós. Sérstaklega þó, þegar maður finnur að manneskjan meini þetta alveg af rosalegri aðdáun og hreinskilni. Já maður verður líka að vera hreinskilinn! Ekki myndi ég vilja ganga um í rosaflottum fötum en vera óvart með sokkinn girtan yfir buxurnar öðrum megin. Enginn segði mér frá því.
Nú í dag fékk ég alveg yndislegt hrós af manni sem labbaði framhjá mér á Þjóðarbókhlöðunni. Ég fór svolítið hjá mér en gladdist alveg gífurlega. Mér leið vel og það var eins og batteríin í líkamanum hefðu fengið aukastraum og þetta veitti mér aukið sjálfsöryggi.

Héðan í frá ætla ég að hrósa meira. Og vona að fólki líki það að fá smá klapp á bakið fyrir vel unnin störf eða eitthvað annað sem er þess virði að hrósa. Fólk gerir nefnilega alveg stórkostlega hluti á hverjum degi án þess að maður taki eftir því endilega.

Hrós vikunnar fær þessi maður hérna... fyrir að vera með allra stærsta...:

http://media.putfile.com/Body-enhancement-gone-mad#139022440

Mér finnst hrós gott orð.

4 ummæli:

Brynhildr... sagði...

já einmitt!! þetta er viðbjóður og að sjá perrasvipinn á gaurnum!! Ahh ég bara næ þessu ekki

Nafnlaus sagði...

ok í fyrsta lagi, ojj

og í öðru lagi er ég sammála þér með hrósin, það er ekkert auðvelt að hrósa þannig maður meini það, þó maður meini það kemur það geðveikt oft eins og maður geri það ekki..já, bara svona segja mína skoðun, heh ;)

Nafnlaus sagði...

OJJ barasta er þetta djók! hahah geðveikt hrós :)

Brynhildr... sagði...

haha hann virðist allavega stoltur af... tjahh hvað skal segja.. Gossinu!

Nokkrar myndir