miðvikudagur, maí 10, 2006

Allt full bókað

hey ég fékk ímeil frá Pósinum áðan. Þar var starfsumsókn mín skrifuð upp nákvæmlega eins og ég hafði gert hana fyrst en fyrir ofan stóð eitt, stutt og laggott.

Allt fullbókað.

héh.. fékk ekki neinar þakkir fyrir áhugann eða neitt.. iss.
Nú er ég ekki mjög vön því að fá höfnun frá fyrirtækjum sem ég sæki um hjá.. þar sem þau hafa ekki verið mörg, en er það ekki lágmarks kurteisi að þakka fyrir sig ? Er hin íslenska þjóð að verða æ dónalegri með degi hverjum ?
Humm.. ætla ekki að alhæfa neitt en maður hefur nú alveg fengið hint frá útlendingum um að Íslendingar væru nú ekki þeir al kurteisustu, þó víðar væri leitað. Meðað við þá reynslu sem ég hef haft af yngra fólki, sem munu vera í framtíðinni fulltrúar landsins, þá get ég ekki beinlínis sagt að margur væri kurteis. Jafnvel krakkar á sama aldri og ég og margir eldri. Það er allavega ekki það fyrsta sem kæmi upp í kollinn á mér. Ég hló af myndinni How do you like Iceland, þegar hún var sýnd í sjónvarpinu. Mér fannst fyndið að við Íslendingarnir værum svolitlir Víkingar ennþá, þó langt sé um liðið en ég held að skilningur minn sé að aukast. Skilningur minn á meiningu útlendinganna.
Nú er ég ung sjálf og er að læra að "verða fullorðin" og hef undanfarnar vikur verið mjög meðvituð um hegðun mína og annarra í kringum mig. Hef mikið pælt í því hvernig einstaklingar haga sér og hvernig hlustendur og áhorfendur bregðist við. Hvernig sé hægt að fá jákvæðar móttökur eða neikvæðar. Ég veit ekki alveg hvar ég stend en mér finnst lágmarks kurteisi að þakka fyrir mig, sérstaklega við ókunnuga og kannski ónána kunningja.

Því langar mig að skilja lesendur mína eftir með þetta til umhugsunar og enda bloggið með einu...


Takk

2 ummæli:

Katrín sagði...

já, veistu, Íslendingar eru mjög ókurteisir, svona í heildina litið, og þá sérstaklega litlir krakkar, þeir kunna bara ekki mannasiði
ég man líka eftir how do you like iceland, fannst hún einnig fyndin, þrjár stelpur sem ég þekki birtust á skjánum í örfáar sekúndur, fannst það merkilegt at the time
en annars vil ég grípa tækifærið og þakka þér sömuleiðis fyrir að blogga, ég veit ekki hvað ég gerði ef þú værir ekki að blogga, ég á mér nefnilega svo mikið líf :D
en já, bloggið þitt er líka bara skemmtilegt og ég er líka virkur kommentari á því og á það til að skrifa svona frekar löng komment
annars þarf ég virkilega að fara að sofa núna en gangi þér sem allra best í þessu yndislega (ég var næstum búin að skrifa yndislega með venjulegu i-i) jarðfræðiprófi sem er eftir u.þ.b. átta tíma
ok, ég er hætt að skrifa..

Brynhildr... sagði...

vaaá æst komment! ÉG fór að sofa dugleg kl. hálf 5. Ætlaði að vakna kl. 6 aftur og halda áfram lestri en það fór eitthvað úrskeiðis og ég vaknaði kl. 12 eftir að Hildur var búin að hringja örugglega þrisvar sinnum. Shit. Hlýt að hafa þurft verulega á svefni að halda, á sunnudaginn fór ég að sofa kl. hálf 7 og vaknaði kl. 9, ein heima hjá Siggu vinkonu minni :D Haha eða kom niður og þá var mamma hennar í eldhúsinu. Þá hafði Sigga vakið mig fyrr um morguninn en ég vildi ekki vakna og hún var að fara í próf þannig hún skyldi mig eftir. Funny shit ha?
Held það sé erfitt að vekja mig en ég bið fólk vinsamlegast um að skvetta ekki vatni á mig í framtíðinni ef það ætlar að vekja mig. Ég verð mjög geðill ef ég vakna illa.

Nokkrar myndir