laugardagur, maí 06, 2006

Ormaveiðar og nýjar uppgötvanir

Í gær átti ég ánægjulegan dag.

Prófkvíðinn sem safnast alltaf upp fyrir fyrstu prófin var alveg horfinn og mér gekk ágætlega í íslenskuprófi. Ég fékk miða á Manchester tónleikana frá Guðrúnu og það var gleðiefni. Ég fékk líka bol í afmælisgjöf frá frænda mínum og pönnukökur og randaköku heima hjá ömmu. Kíkti á nýja hús frændfólks míns, sá hundinn þeirra, Dúllu, sem ég fór mjög oft út með á mínum yngri árum. Hún þekkti mig strax. Fór líka með Marissu í kringluna. Það rættist vel úr deginum. Fékk meðal annars Jóa Skúla Hnakk! Og er mjög ánægð með þann kostagrip. Fór svo með Kára aðeins í körfubolta þegar við vorum búin að borða kvöldmat heima hjá ömmu. Einhverjir strákar úr 8. bekk(að ég held) við Foldaskóla komu og við spiluðum 3 á móti 4.
Svo tók við hesthúsið þar sem móðir mín nennti ekki að fara og láta inn. Ég sat lengi hjá hestunum og horfði á þá smjatta á heyi. Það kemur yfir mann svona værgð og það er svo mikil ró í hestunum þegar þeir eru komnir inn úr rigningunni og syfjaðir eftir daginn, borðandi kvöldverðinn og leggjast svo í hreinar stíurnar. Manni líður vel þegar öðrum líður vel og það fylgir því að eiga hesta. Þessi vellíðan kemur mjög oft yfir mann - sæluvíma jafnvel.
Svo þegar ég rölti heim varð ég að passa mig að stíga ekki á orma á göngustígnum. Það var allt morandi í þeim og ég lék mér við að pota í þá og sjá viðbrögðin. Mér finnst ormar skemmtilegir.
Kom heim og náði mér í dollu og fór aðeins út í garð að athuga hvort ég fyndi einhverja orma. :D
Jú þeir voru þarna á víð og dreif og ég náði að grípa í nokkur flykki! Shit, maður bjóst ekki við að þeir yrðu svona stórir!
En allavega.. ástæðan fyrir þessum ormaveiðum var sú að þegar ég gekk heim úr hesthúsinu þá tók ég eftir að það voru eiginlega tvær gerðir af ormum? Annars vegar svona næstum glær með svona hring um annan endann og hinn endann gulan og svo hinsvegar svona næstum brúnir ormar að ofan. Mér datt í hug að þetta væri karl- og kvenkyn en vitneskja mín um orma nær frekar skammt. Hélt að ormar væru með 7-8 hjörtu og að þegar þeir dyttu í sundur yrðu til fleiri einstaklingar.. en ég er ekki frá því að hafa séð orma fjölga sér, tveir og tveir, í gær. Nýjar uppgötvanir Brynhildar á þessum heimi! Það er samt frekar subbulegt ef maður heldur á þeim, þeir kúka alltaf í hendurnar á manni og þegar þeir brjóta sig saman og liðast í hringi þá koma út úr þeim svona dropar - slím eða vatn.

En þetta var sumsé rannsóknin mín í gær og á næstunni ætla ég að lesa mig til um orma. Spennandi verkefni framundan.

Þakka fyrir afmælisgjafir og kveðjur. Þetta var skemmtilegur dagur. ~=)

9 ummæli:

Tómas sagði...

Já, ormar eru skemmtilegir. Ef ég man rétt eru þeir "hermafródítur," þ.e. hafa bæði karlkyns og kvenkyns æxlunarfæri en geta samt sem áður ekki frjóvgað eigin egg. Einnig held ég að þeir sleppi sæðinu út um sérstakar holur á líkamanum, þ.a. þetta slím sem þú talaðir um getur vel hafa verið ormasæði.. :)

Svo þú áttir afmæli í gær.. til hamingju með það!

Brynhildr... sagði...

haha þakka fyrir þetta Tómas. Nú þarf ég ekki að lesa mig til í ormafræðabókinni minni.
Og takk fyrir kveðjuna líka.

Nafnlaus sagði...

gaman að sjá hvað aðrir njóta lífsins meðan ég er í þunglyndiskasti vona að ormunum þínum líði vel.

Katrín sagði...

Já, mig minnti einmitt líka að ormar væru bæði karl- og kvenkyns..Annars er gaman að geta þess að einmitt um daginn var ég líka að pæla í ormum þegar ég var á gangi í rigningu og það var allt morandi í þeim og ég passaði mig að stíga ekki á þá..Já, skemmtileg saga hjá mér, gaman að því..Gaman hvað var gaman hjá þér í gær og ég vona að þú skemmtir þér jafn vel í dag ;)

Ludsen Jones sagði...

sérstakt blogg og ég tók líka eftir þessum ormum en eins og sannur karlmaður þá fannst mér þeir vera að ögra mér þannig að ég traðkaði á þeim muhamuha

Brynhildr... sagði...

mömmuminnar verstu draumar eru ormar.

Já svona eru ormar partur af lífi manns haa!

Katrín sagði...

já, þessir ormar eru alveg stórmerkileg fyrirbæri.. og hjalti þú ert ekkert karlmaður, þú ert bara vondur, svei þér ;)

Nafnlaus sagði...

Heheheh gott að dagurinn var vel heppnaður :)- Ég var einmitt líka að spá í þessu með orma um daginn, af hverju eru sumir ótrúlega langir og mjóir en aðrir, sem eru á nákvæmlega sama stað, svona fimm sinnum breiðari?? Ég heimta svör! :P

Brynhildr... sagði...

kannski af því þeir séu eldri? haha

Vei fullt af kommentum! Þetta líkar mér ;P

Nokkrar myndir