sunnudagur, maí 07, 2006

Sól og sumar og ávextir og grænmeti!


Ég hef ekki orðið fyrir vonbrigðum á maímánuðinum.
Veðrið hefur verið mjög gott núna í dag og í gær og þó að það hafi komið smá rigning á föstudaginn var ekki hægt að kvarta. Hitinn var svo mikill og maður horfði bókstaflega á grasið grænka eins og rigningin innihéldi litarefni.
Ég vaknaði snemma í morgun og kláraði að lesa kaflana úr "Þættir úr sögu vestrænnar menningar" sem eru fyrir söguprófið á morgun. Ég las bókina úti. Sólin í morgun var alveg geðveik og það var alveg logn. Ég sat í sumarkjól með hatt og mér leið eins og ég ætti heima á baðströnd. Skrapp svo upp í búð með Marissu og við keyptum alveg krás af ávöxtum. Skar þá niður á disk og svo gæddum við okkur á safaríkri vatnsmelónu og sætum eplum.
Ég var mjög fljót að lesa fyrrnefnda bók og er núna að lesa "Rómaveldi" sem er með eindæmum leiðinleg. Ástæðan fyrir leiðindunum held ég að sé einna helst vegna lélegs leturs. Ef bókin væri með öðru skriftarletri væri mun auðveldara að lesa hana. Þetta er svolítil skemmd á annars góðu námsefni. En best að halda áfram. Margt sem eftir á að klára.

Ég mæli með...

Safaríkum Suðrænum ávöxtum við próflesturinn.

Verði ykkur að góðu!
Brynhildur

7 ummæli:

Katrín sagði...

já, ég semsagt skrifaði e-ð en það var ekki nógu sniðugt, hehe, en já, suðrænir ávextir eru klárlega málið í blíðunni sem hefur verið og á að vera út vikuna samkvæmt íslenskum veðurfræðingum :D

Brynhildr... sagði...

ójéééééé!!!!!!!
Ohh... það er nú samt ekki gott. Þá getur maður ekkert lært!
Sagan er búin að víkja fyrir tiltekt og ávaxtaáti hjá mér allavega...

Bryndís sagði...

Ómægad, þú átti afmæli 5. maí og ég hringdi ekki! Mín afsökun er sko að ég er ekki með númerið þitt:/ Ég er búin að senda á vitlaust í svona ár og svo datt það endanlega útaf kortinu mínu þegar ég fékk mér nýjan síma.. Afsakið mig!
Til hamingju með afmælið sætamús!;*

Varðandi sumarið sem er víst komið:D.. þá JEII! ég las líka úti í gær, allan gær og fékk líka svona mikinn lit sem hvarf svo allur.. Kannski maður skellir sér út og kaupir eitthvað safaríkt og fær sér brúnku í gegnum skýin í dag:D? Kannski!

Brynhildr... sagði...

já Gulrætur ýta undir það að fá lit!;)
Takk bryndís. Síminn minn er jónas.
Og það eru ekki skýý þetta er hitabylgjumistur ;) það er mín skoðun.

Nafnlaus sagði...

Jújú... ávextir eru æði! Mín tilraun til ávaxtaáts endaði samt ekki vel áðan, borðaði hálfa sítrónu og sjitt, tennurnar eru í haaaakki eftir ósköpin! Of stór C-vítamín skammtur held ég! :P

Allavega, til hamingju með afmælið eeeeelsku Brynhildur! Sendi þér sms en hef ekki hugmynd um hvort þú fékkst það! :/

Brynhildr... sagði...

jú ég fékk það Andrea mín ;) Ég bara átti ekki inneign og nennti ekki að hringja í hvern og einn einasta sem sendi mér kveðju.. var svo upptekin við kökuát.

Brynhildr... sagði...

Ég vil vekja athygli á að myndin með ávöxtunum er miklu girnilegri ef bakgrunnurinn er svertur.

Nokkrar myndir