laugardagur, október 21, 2006

Brjálaða Binna

Fjúff... sem betur fer er ég aldrei kölluð það.

Síðastliðin vika hefur einnkennst af miklu stressi, litlum svefni og skemmtilegum atvikum þar á meðal. Flestir kennararnir mínir hafa skellt á okkur fyrirlestrum, prófum, ritgerðum og kjörbókum og það hefur alls ekki verið neitt auðvelt að vinna úr þessu öllu.
En ég ætla ekki að vera með neitt væl. Í gær komu til mín Guðrún, Hildur og Karen og við spiluðum Mr. & Mrs. spilið og höfðum bara kósí.
Sigrún vinkona mín hringdi líka í mig í vikunni og fékk mig til þess að vera "hármódel" á sýningunni, Konan, í Laugardalshöllinni. Fór og hitti stelpurnar sem voru memm í þessu (Andrea, Bryndís, Fanney, Sigrún, Tinna, Anna Bergljót, Íris og Arnheiður) í gær og við tókum netta æfingu. Þetta var allt saman gott og blessað nema það að pilsið sem ég átti að klæðast var svo sítt að ég steig á það og það kom gat. Reyndar bara á undirpilsið, sem betur fer.
Sýningin var svo í dag og á morgun fer ég aftur. Úff... hellings vinna.

En jájá svo í kvöld fer ég upp í mosó, örugglega í annað skiptið á ævinni sem ég fer þangað og kíki ekki heim til mín. Fer nefnilega til hennar Kæru Malínar með Aðalheiði og hitti nokkrar píur þar.. hlakka ekkert smá til þar sem ég hitti þessar stelpur eiginlega aldrei lengur..=
Jæja.. smá innskot inn í líf mitt bara..

Það sem ég lærði nýtt í dag er að það er ekki gott að standa á pinnahælum á palli í meira en 15 mínútur. Hvað þá að þurfa að labba meira en það.

Mynd sem ég tók áðan úr símanum hennar Marissu.

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Brjálaða Binna vs. Magnaða Marta!

Takk fyrir frábæra, en erfiða helgi! Þetta var geggjað! :)

Nafnlaus sagði...

úúú..sæta;)

Brynhildr... sagði...

hahaha já Magnaða Marta maður. mamama
Þakka sömuleiðis fyrir góða helgi, ógeðslega gaman að vera með ykkur eins og ávallt!

Og já takk Bæring hehee...

Nokkrar myndir