sunnudagur, október 15, 2006

Blátt Magic og skítug gluggakista

Ég sat hérna í nýju íbúðinni í fyrradag og hugsaði með mér hvenær flestir skildu sofa í heiminum.

Ég hef ekki ennþá fengið svar við þessari spurningu.


Fór á Árshátíð Skólafélagsins á fimmtudag og það var alveg fjör. Var bara eitthvað fáránlega dofin og þreytt um kvöldið að ég hefði getað sofnað standandi á dansgólfinu ef að fólk hefði ekki verið að ýta mér til á fullu.
Tók mér nokkur hlé og settist og horfði á hina dansa og skemmta sér. Mérr fannst samt eins og ég væri ekki þarna. Frekar eins og ég væri líðandi um í lausu lofti eins og gufa og enginn sæi mig. Það var svolítið skrýtin upplifun.
Svo kom einhver stelpa og leiddi mig upp á gólf og fór að dansa við mig.. Ég áttaði mig engan veginn á því hvað var að gerast.
Haustfríið var þessa helgi, frá fimmtudeginum þar til í dag og mér finnst ég ekki hafa haft neitt frí. Ekkert frekar en venjuleg helgi. Haustfríið mitt nýttist -murlega. já! ég sagði -MURLEGA! (þetta var óvart ásláttarvilla)

Uhh.. Ég er mjög ringluð og tætt þessa dagana.. veit ekki hvort það sé vegna flutninganna, sambandsleysis við foreldra, peningaleysi eða eitthvað annað.
En þetta er sossum ágætt líf þrátt fyrir allt.

Takk

Engin ummæli:

Nokkrar myndir