þriðjudagur, janúar 16, 2007

jéééé

ég er í tölvufræðitíma sem er ekki byrjaður.

Um helgina var afmælið hennar Hildar haldið með pompi og prakt. Hún er loksins orðin stauján ára litla krílið. Óskum henni til hamingju með það.

Núúúúú eins og sjá má átti ég heldur ómerkileg áramót. Var í Hvammi með foreldrum mínum. Eftir skaupið rölti ég út á tún til að tjékka hvort að hestarnir hefðu það ekki bara ágætt þrátt fyrir sprengingar allt í kring en þeir virtust fagna mér og finnast öruggara að hafa mig. Fyrst ætluðu þeir að hlaupa í burtu af fælni en svo gerðu þeir sér grein fyrir að þetta væri ég svo að þeir stoppuðu og löbbuðu í átt til mín.
Sumsé, ég naut áramótanna með hestunum mínum. Fór svo inn og bjó til myndasíðu á meðan ég hugsaði til allra brjáluðu partíanna sem ég vissi að áttu sér stað víðsvegar um landið.
En eins og margir segja, þá eru áramótakvöld hverra ára ein ofmetnustu kvöld...áranna.

2 ummæli:

Unknown sagði...

Það var nú villt partý heima hjá mér. Við vorum alveg fimm drengir að spila Actionary alla nóttina.

Brynhildr... sagði...

ég kláraði ekki bloggið. Ég man samt ekki hvað ég ætlaði að gera fleira.. haha

Nokkrar myndir