sunnudagur, janúar 21, 2007

Enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur - Lágstéttin á Íslandi

Í síðustu viku var á ég leið í skólann með bróður mínum þegar ég heyrði í útvarpinu umræðu um hugsanlga byggingu húss fyrir heimilislausa í Reykjavík.
Ég hlustaði á þetta af miklum áhuga. Ég vinn nefnilega á Rauðarárstígnum og það klikkar ekki að einhverjir bágstaddir eins og Óli róni labbi framhjá. Yfirleitt bankar hann á gluggann og vinkar eða laumar sér inn í búðina. Þá sest hann á stólinn og fer að rabba. Fær sér slurk af vodkanu sínu og segist alltaf vera að bíða eftir Berglindi (rekanda búðarinnar). Hann stendur í þeirri trú um að hún sé konan hans. Auðvitað reynum við alltaf með sem bestu móti að koma honum út en höfum fengið einn löggimann til að rölta Rauðarárstíginn í eftirlitsferð.

En sem ég hlustaði á útvarpið, kappklædd í bílnum, föst í morgunumferðinni með góðan hitara á stilltan, og með alla eins vel búna í kringum mig, varð mér hugsað til þessarra einstaklinga sem eiga ekki húsaskjól. Og ég gladdist mjög yfir því að loksins yrði eitthvað gert fyrir þá. Um 30-50 manns sækja matstofu Samhjálpar dag hvern og 80 þegar mest er og þá fer maður að velta fyrir sér hversu margir í höfuðborginni eigi ekki heimili. Ég veit að löggan keyrir oft út á kvöldin og hirðir sem flesta upp, til að hleypa inn yfir nætur, þá á "vistinni" minnir mig að það hafi heitið, við Þingholtsstræti.
Ég veit að Óli er allavega heimilislaus. Hann er fremur kurteis og mér finnst ekkert annað en sjálfsagt en að vera kurteis á móti þrátt fyrir að hann hafi orðið undir í lífinu. Mig langar að í okkar samfélagi, þar sem engann á að þurfa að skorta neitt, eigi ekki þeir að vera til sem búa á götum úti.
Ég vissi ekki einu sinni af þessu fólki fyrr en ég var orðin fullgömul af því að mér datt ekki í hug að það væri möguleiki að eiga svona líf á íslandi. Mér finnst alveg hræðilega leiðinlegt að hugsa til þess.

Með þessu hef ég vonandi opnað hug einhverra. Vona að þetta minni mann á hvað maður hefur það gott af því að enginn veit hvað hann átt hefur fyrr en misst hefur.

-Takk

Engin ummæli:

Nokkrar myndir