föstudagur, mars 10, 2006

Er ég best ?



Áðan fór ég á www.spamadur.is til þess að láta spá fyrir mér.

Spurning mín til spámannsins var svohljóðandi:

Er ég best ?

Svo dró ég spil og svarið var eftirfarandi:

Hér birtist björt framtíð þín þar sem þú skilur eftir erfiðleika og tekst á við nýja og betri tíma. Endir verður á leiðindum, áhyggjum og vanlíðan. Hafðu hugfast að öll þín vandamál verða ekki leyst á einum degi heldur munu aðstæður lagast með tímanum. Þegar þú veist hver þú ert í raun og veru, eflir þú hæfileika þinn til að láta alla drauma rætast vegna þess að möguleikar þínir eru óendanlegir. Oft á tíðum er um ferðalag eða flutningar að ræða þegar sverðin sex koma fram.

Er þetta sumsé svar við spurningu minni ?
Þetta er reyndar það sem ég hef haft í huga undanfarna daga.. í seinustu færslum mínum um lífsgleðina og það allt. Spurning hvort spámanninum takist ávallt að ráða úr framtíð fólks ..

Takk fyrir mig

7 ummæli:

Nafnlaus sagði...

já, langdregið svar við auðveldri spurningu, ha ;)

Bryndís sagði...

Samt sko allir svona spádómar eiga alltaf eitthvað við mann. Ég meina, það hafa allir einhver vandamál sem þeir vilja að leysist og svonehh.. eða það held ég!?
Doojj..

Brynhildr... sagði...

Já. Þetta er alveg fáránlega líkt raunveruleikanum enda var ástæðan fyrir þessu bloggi sú, að þetta hafði að fela alveg ágætis sannleikskorn í sér. Reyndar eru allir spádómar sem maður fær svo persónulega tilviljanakenndir.. gætu passað við alla. Aldrei of persónulegt... eða hvað ?

Nafnlaus sagði...

ég las nú einn sem höfðaði mjög til mín persónulega, ákveðnir svona einkennandi persónugallar sem minnst var á sem og nýleg ferðalög og sitthvað fleiri, held samt ég hafi verið búin að segja þér frá því..

Brynhildr... sagði...

jújú mikið rétt Katrín. Varst búin að minnast á það. En ég er alveg sammála samt Karenar máli.
Auðvitað er þetta alltof langt og flókið svar við svo auðveldri spurningu. Svarið er einfalt!

Nafnlaus sagði...

hehe hafðu þína skoðun Brynhildur mín ;) en jú að mínu mati ertu best :D

Nafnlaus sagði...

hehe hafðu þína skoðun Brynhildur mín ;) en jú að mínu mati ertu best :D

Nokkrar myndir