Allar sýningarnar heppnuðust ágætlega fyrir utan nokkur atriði en það er aldrei neitt of fullkomið ;P
Nú þegar helgin er liðin og æfingarnar fyrir sýninguna er öllu lokið, þá þarf ég að taka upp námið aftur. Er farin að dragast aftur úr í flestu.. enda ekki mjög auðvelt að læra þegar ég er á fullu á æfingum og að sjá um 7 hesta! Nei nei nei... Ekki nógu gott. Mamma og pápi skelltu sér til Amrikunnar og ég sat uppi með hestana alla saman. En ég fékk þó hjálp hjá Nástöddum félugum. -Ömmu, Kára, Marissu, Sigrúnu og... mér?
Nú er bara að stappa í mig stálinu! Þrátt fyrir að "virka" vikan sé núna hálfnuð er ég enn ekki farin að læra mikið. reiðnámskeið og fleira þar fram eftir götunum...
Mér tókst að týna þrjúþúsundkalli áðan niðri í bæ. Ég skil ekki alveg hvernig ég fór að því. Ég fékk hann til baka og er nokkuð viss um að hafa stungið honum í vasann, fór svo í viðtal hjá Conrektor og eitthvað vesen og þegar ég mætti niður í strætóskýli var peningurinn horfinn.
Ég er mjög skúffuð yfir þessu. Gat ekki keypt mér að borða, farið fleiri en eina strætóferð, keypt mér stílabók eða neitt annað sem mig langaði í einmitt á þessari stundu.
Sit fyrir framan tölvuna núna eftir að narta í konfektmola. Dúnúlpan hlý utan um mig. Kalt gólf. Lyklaborðið ofan á skólabókunum. Nú ætla ég að setja bækurnar ofan á lyklaborðið og sinna þeim.
Takk fyrir mig.
2 ummæli:
hata að týna pening!!
hehe. Rekin úr stærðfræðitímum, ólærð í ensku... allt í fokki. Ekki gott.
Var að ræða stöðu mína í skólanum og hvað ég ætti að gera næsta ár og fl. Komin með allt á hreint núna! Ætlaði líka að fá metið knapamerkjanámið mitt... en það verður ekki metið fyrr en í 6. bekk þannig þetta gerir ekkert fyrir mig eiignlega..
Skrifa ummæli