laugardagur, apríl 08, 2006

Bíóferðir með ömmslum

Ég fór í þrjúbíó í dag með Hildi. Nýttum okkur þann möguleika að taka einn strætó úr mosó og fórum því í Regnbogann. Horfðum á Ice age 2 sem var alveg ágæt bara! En ég hef oft hugsað innra með mér, þó sú hugsun hafi ekki náð nógu langt.. greinilega.. þar sem ég hélt að engum manni dytti í hug að fara í þrjúbíó! En annað kom í ljós þegar ég kom inn í bíósalinn.

Hið yngsta fólk þjóðarinnar fyllti salinn. Þetta var ekki stór salur en ég varð alveg steinhissa! Ég var bara einfaldlega búin að gleyma þessu smáa fólki sem er svo stór þáttur í samfélaginu. Þrátt fyrir að sjá þónokkurn fjölda barna á hverjum degi fór það algjörlega framhjá mér að þau færu nokkurn tíma í bíó. En svo rifjaðist upp fyrir mér að bíóferðir manns sjálfs byrjuðu mjög snemma. Man sérstaklega eftir því þegar ég fór í bíó í Álfabakkanum með Bryndísi til að sjá Pocahontas. Jáhh gömlu góðu... salurinn var svoo stór fyrir mér og ég man að starfsfólkið var með lítil vasaljós til að vísa manni á laust sæti. Ekki það að það sé eitthvað óalgengt.. en þetta var rosa upplifun.


Veit ekki hvort það sé einhver boðskapur í þessu bloggi annað en að fólk á öllum aldri fari í bíó ?
Ég hef jafnvel stundum farið með ömmu minni. Það er mjög ánægjulegt að sú gamla hafi enn áhuga á því. Fórum saman á Mr Bean á sínum tíma og við gjörsamlega töpuðum okkur úr hlátri. Vil bara þakka fyrir að eiga völ á því vegna þess að þetta er eitthvað sem maður ætti ekki að missa af!
..Jú boðskapurinn í þessu bloggi er:

Maður getur alveg farið með ömmu sinni í bíó. Það er hvorki önkúl né leiðinlegt. Hvet því alla sem eiga kost á því að bjóða ömmu eða afa í bíó einn daginn.

*Smá aukapælingar á meðan sköpun bloggsins átti sér stað*
- Ég veit ekki hvort fólk almennt fari í bíó með ömmum sínum yfir ævina.
- Ég veit ekki hvort fólk fari almennt í bíó með ömmum sínum yfir ævina.
- Ég veit ekki hvort að fólk fari í bíó almennt með ömmum sínum
- Ég veit ekki hvort að fólk fari í bíó með ömmum sínum yfir ævina almennt.
- Ég veit ekki hvort að fólk fari í bíó með ömmum sínum almennt yfir ævina.



Takk fyrir..

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Ég segi kostur nr. 2:
- Ég veit ekki hvort fólk fari almennt í bíó með ömmum sínum yfir ævina.

Brynhildr... sagði...

já... en hinir möguleikarnir eru alveg full gildir líka er það ekki ? Bara með örlítið mismunandi merkingum þá. Datt þetta í hug vegna hennar Maju Löebell þýskukennara sem er alltaf að segja hversu mikil snilld er að sagnir í þýsku haldi utan um setningar.

-Takk fyrir gærkveldið! Afsakaðu bailið í mér heh

Nafnlaus sagði...

já, jú, hinir virka líka vel en mér leist svona best á þennan nr. 2 ;) og þakka þér ennfremur og bailið er fullkomlega fyrirgefið ;)

Una sagði...

Það er alltaf hressandi að sjá hvað amma skemmtir sér vel yfir Mr.Bean.

Og skemmtilegt, ein af mínum skírustu bíóminningum er þegar ég fór á Aladdín með Önnu, þegar við vorum 8 ára. Ég held að það hafi verið í fyrsta skipti sem við fórum einar í bíó. Og ég fékk mér fanta í aladínglasi.
Skemmtileg, sem sagt, í ljósi þess að Anna er systir Bryndísar. Og þú ert systir mín. Og já.

Nokkrar myndir