fimmtudagur, apríl 13, 2006

Hugarórar..

Ég var að lalla heim úr hesthúsinu áðan... hægt og rólega, eftir að ég var búin að kemba hestunum öllum. Dusta allt ryk úr faxinu á þeim og þeir smjöttuðu á bragðgóðu heyi og sötruðu vatn úr fötu sem ég rétti á milli þeirra. Það er nefnilega svolítið fyndið að horfa á þá. Þeir eru allir með sína eigin vatnsskál en vilja samt drekka, eða þamba öllu heldur úr sömu fötunni! En þegar ég stóð þarna yfir þeim og fann hvernig værgðin í hestunum og vellíðan fyllti hesthúsið fór ég að hugsa með mér hversu heppinn maður er að vera með svona skepnur. Það er nefnilega alveg ótrúlegt hversu vel manni líður í kringum þessa höfðingja. Nú veit ég ekki hvort ég sé eitthvað einsdæmi (efa það) eða að fólk sé virkilega sammála mér um hvað dýr eru yndisleg. Burt frá allri væmni. sem Mér þykir bara svo ólýsanlega vænt um hestana mína. Maður hefur lært sitthvað af móður sinni og það held ég að hún hafi kennt mér að meta náttúruna eins og hún er. Og amma mín ennþá meira.
Nú hef ég ekki búið í alvöru sveit en hef sætt mig við Mosfellsbæinn er líklegast næst því að vera sveit, svo nálægt höfuðborginni.

Allavega... það kom svona moment hjá mér áðan þegar ég var að labba heim úr heshtúsinu: (Bratta brekkan með göngustígnum sem ég og frændur mínir mynduðum þegar við fundum villikettina Kisa og Salómon niðri í hesthúsi og fórum að gefa þeim að borða á hverjum degi), ég rölti þar upp afturábak vegna vindsins sem kom í bakið á mér. Ég leit yfir voginn og Esjuna og sólsetrið og kyrrðin sem var úti! Ég nýt þess verulega að vera ein (eða með öðrum) á vappi í svona kvöldveðri..

Okei ég gefst upp... mér tekst ekki að tjá ykkur tilfinningarnar sem mölluðu inní mér. Mér leið bara ótrúlega vel og frjálst og er ég þakklát fyrir það sem ég hef. Læt mynd fylgja sem ég tók í vetur þegar ég var að koma heim úr skólanum.. Vona að það nái að lýsa hugarórum mínum á einhvern hátt...

5 ummæli:

Darri sagði...

Flott.. og vel tjáðar tilfinningar, hehe :P

Brynhildr... sagði...

já takk!;) Svona kann maður að koma fyrir sér orðunum! Hef alvarlega hugleitt það að fara á tjáningarnámskeið til að læra að tala.

Ludsen Jones sagði...

skemmtilegt hversu náin þú ert folunum þínum þeir er hluti af þér náttúran er hluti af þér og ég er að reykja eithvað

Brynhildr... sagði...

já... Ég er umvafin sveittum folum. Í anda húmors þíns Hjalti.

Una sagði...

Ég veit alveg hvernig þér hefur liðið Brynhildur. Svona tilfinning hellist stundum yfir mig líka og ég hef sérstaklega oft fundið fyrir þessu hugarástandi þegar ég er fyrir neðan hús heima í Mosó, þar finnst mér alveg óendanlega fallegt yfir að líta.

Nokkrar myndir