föstudagur, maí 19, 2006

amma gamla

Hey pælið í aulalegu dóti.

Ég stakk mig í augað með þumalfingursnöglinni. Hmm.. nú spyr maður sig kannski hvernig í ósköpunum það sé hægt.
Einfalt mál:
ég geispaði, táraðist, ætlaði að þurrka tárið með bolerminni en missti takið og puttinn bara skaust í augað á mér!

Ég ætlaði fyrst ekkert að gera í málinu en svo sá ég mér til mikillar mæðu, þegar ég ákvað að líta á þetta í speglinum að þetta var engin venjuleg rispa. Ég klóraði mig alveg til blóðs. Hringdi upp á heilsugæslu til þess að spyrja hvað gera skyldi og konan sagði mér að ekkert væri hægt að gera annað en að bíða.
En engar áhyggjur, ég lifi enn. Hef lært efnafræði í 6 tíma núna og það er meira en ég hef lært í efnafræði allan veturinn og líður alveg hreint glimrandi!

Annars horfði ég á Eurovision í gær eins og flest allir líklega og mér fannst alveg sanngjarnt að Silvía Nótt kæmist ekki áfram. Held hún geri sér grein fyrir því sjálf greyið að hún hafi skemmt svolítið fyrir sér sjálfri. En á meðan ég horfði á þessa keppni fór ég að hugsa hvað ég ætla að gera þegar ég verð orðin gömul. Og það fyrsta sem mér datt í hug var að gera alveg hellings prakkarastrik! Hver færi að skamma mig orðin gömul og vitstola! Hahh... Nei, frekar væri ég skömmuð núna, eða í nánari framtíð. ,, Þá væri ég orðin svo fullorðin og væri mér til skammar"

En mér er illt í auganu og vöðvabólga er að hrjá mig svo að ég ætla að fara á hestbak.

Takk.

5 ummæli:

Brynhildr... sagði...

vá.. þessi frétt lýsir því svolítið að silvía Night sé farin að missa vitið.. alls ekki góðs viti

Nafnlaus sagði...

Aaaahh...! Þetta var það gæsahúð/hrollur-asta sem ég hef heyrt... klóra sig til blóðs Á AUGANU! oojj...!

En annars er ég sammála með Silvíu.. en Grikkir eru samt hálfvitar og húmorslausir! :S

Brynhildr... sagði...

já mér fannst mjög lélegt að þeir skyldu púa á Ísland. Púuðu líka á þarna "We are the Winners, WE ARE WE ARE!!" sem mér persónulega fannst algjör snilld :D
Húmorslausir ójá!

Nafnlaus sagði...

Já einmitt, hvað var eiginlega málið með þetta pú? Ef þeim líkaði ekki lagið áttu þau bara að sleppa því að klappa....svo yesterday að púa, gmg...

Brynhildr... sagði...

hehehe já einmitt Karen!

Nokkrar myndir