miðvikudagur, febrúar 07, 2007

Hið ljúfa líf

Það sem stóð uppúr í fáránleikanum í dag var þegar ég sat niðri á Hlemmi og horfði á hóp krakka, ekki í fyrsta sinn BETLA peninga af fólki sem beið eftir strætó. Það er augljóst að þeir eru ekki að segja satt þegar þeir segjast vanta strætómiða og ég get ekki ímyndað mér hvurn andskotann þeir gera með strætómiðana og hundraðkallana sem þeir fá svo upp í hendurnar. Það eina sem mér datt í hug er að þeir seldu rónunum þetta í staðinn fyrir sígarettur. En það er bara vegna þess að ég hef séð þá tala við rónana þarna niður frá eins og þetta séu bestu vinir þeirra.

Fegin er ég að hafa verið alin upp í mínum friðsæla Mosfellsbæ, þar sem ég gat hlaupið út á tún með hundinn minn og vinum og við lékum okkur í saklausum leikjum eins og vink vink í pottinn eða einni krónu. Heimur þessarra krakka, götulífið í hundraðogeinum er nokkuð öðruvísi og þetta minnir mig óneitanlega á ,,Trailer Trash people" eins og líferni fólks er sýnt í samnefndum þáttum. Það tók mig nokkurn tíma að venjast því að vera svona mikið niðri í bæ og sérstaklega að flytja niður í hlíðarnar. Ég var raunar guðslifandi fegin þegar ég komst aftur heim í MosfellsSVEITINA mína.
Fegin er ég að eiga hesta og æfa á piano og vera í kór og eiga helling af fullheilbrigðum og skynsömum vinum sem eru á mikilli framabraut og ég þakka Guði og foreldrum mínum fyrir að svo sé. Fegin er ég að hafa ekki alist upp á svona hátt og ég skal sko sjá til þess að börnin mín þurfi ekki að gera það.

Út frá þessu má líta á mig sem mjög fordómafulla manneskju en ég skora á þig að setjast niður á Hlemmi og fylgjast með þessu liði!

Sveitastelpan í Mosó kveður!

15 ummæli:

Darri sagði...

Maður þarf nú ekki beint að hafa alist upp í ,,sveit" til þess að hafa vit á því að hanga ekki niðri á Hlemmi og kaupa sígarettur af útigangsmönnum :)

En ég hef nú samt setið þarna og fylgst með þessu liði, og það þarf engan Isaac Newton til að átta sig á því að þetta eru upp til hópa aumingjar.

Fordómar? Alls ekki!

Brynhildr... sagði...

takk fyrir. Já ég er engan veginn að segja að allir Reykjavíkurbúar hafi alist upp við svona eða séu svona. Þvert á móti! En einmitt... upp til hópa.. hefði kannski átt að minnast á það. Hehh..

Nafnlaus sagði...

Heyrðu, ég hef fylgst með þessu liði sem reykir og drekkur eins og reyndustu rónar en er ábyggilega eitthvað um fjórtán ára aldurinn! Mér finnst þetta alveg hneykslanleg. Það er svo sem ekki hægt að kenna börnunum um þetta, enda ábyggilega mestu grey án uppeldis og fótstöðu í lífinu! En það er alveg heart-breaking að horfa uppá þetta! :S

Nafnlaus sagði...

"Fegin er ég að eiga hesta og æfa á piano og vera í kór" hahaha, þetta er mesta snobb sem ég hef á ævi minni heyrt.

Brynhildr... sagði...

ahh þetta er í fyrsta skipti á ævi minni sem ég hef verið kölluð eitthvað snobb.
Ég hef bara heyrt það að það séu algjörir skítakallar í hestunum og almennt viðhorf meðal margra til kóra væri: kór = samansafn af lúðum?

Brynhildr... sagði...

annars má alveg hafa orðað þetta betur svo að maður virtist ekki of snobbaður.
Ég tek það alveg á mig.
Þakka bara fyrir athugasemdina og ég skal reyna að passa betur skrifin mín á þessa bloggsíðu jafnt sem annars staðar.

Unknown sagði...

Það er ekkert skemmtilegra en að fara á Hlemm með u.þ.b. 20 krakka á aldrinum 6-9 ára og syngja nokkur skemmtileg lög um Jesús undir blessun rónanna.

Una sagði...

Góða Brynhildur vertu ekki að bakka út af einhverju fólki sem kommentar dónalega undir dulnefni, svoleiðis pakk á engan rétt.

Líklega hefði samt mátt orða þetta öðru vísi, til þess að gefa ekki færi á sér gagnvart þeim sem að kjósa að skilja allt viljandi á versta veg.

Það að vera þakklátur fyrir að hafa það gott er ekki snobb.

Brynhildr... sagði...

Takk Una!

En Bjössi. Þetta, sem þú ert að lýsa, langar mig að prófa! Það virðist spennandi....

Bryndís sagði...

Ég hef tekið eftir þessu liði.. Ein stelpa var þarna með litla bróður sinn sem var svona tíu ára!

Nafnlaus sagði...

já einu sinni komu svona krakkar að mér í smáralind að betla:

,, hey geturu gefið okkur sitthvorn 250 kallinn fyrir strætó?"

og ég: ,, hehe já semsagt 500 kall?"

þeir (skömmustulegir): "jaaaaá...æi plís eða við verðum eiginlega ða ná honum..."

ég: ,,heyrðu heyrðu hérna er ég með strætómiða, viljiði þá?"

þeir: ohh nei takk bæbæ

Brynhildr... sagði...

hahahaha iss... já einmitt þetta er frekar súrt.

Una sagði...

Það var líka svona pakk hangandi í mollunum í Bandaríkjunum. Ein stelpa sem kom einmitt upp að mér og bað mig um pening í strætó en ég neitaði. Svo fór hún í sama strætó og ég og átti greinilega peninga fyrir gjaldinu. Óþolandi sníkjudýr.

Nafnlaus sagði...

Hello I'd like to thank you for such a terrific made site!
I was sure this is a perfect way to make my first post!

Sincerely,
Hilary Driscoll
if you're ever bored check out my site!
[url=http://www.partyopedia.com/articles/first-communion-party-supplies.html]first communion Party Supplies[/url].

Nafnlaus sagði...

top [url=http://www.c-online-casino.co.uk/]casino[/url] brake the latest [url=http://www.casinolasvegass.com/]casino bonus[/url] manumitted no consign reward at the chief [url=http://www.baywatchcasino.com/]baywatch casino
[/url].

Nokkrar myndir