sunnudagur, mars 25, 2007

FRAMTÍÐARLANDIÐ.IS

Um daginn festist ég í hörku rökræðum við félaga minn um stækkun álversins í straumsvík. Honum finnst í lagi að stækkunin eigi sér stað í þeim skilningi að bygging Álvers í Helguvík verði ekki hafin.
Það er rangt því að þessi álver eru algjörlega óháð hvoru öðru.
Eigi stækkunin í Straumsvík sér stað þýðir ekki að bygging nýs álvers í Helguvík verði ekki að veruleika.
Mín spurning er bara sú: HVERS VEGNA LIGGUR SVONA Á AÐ GERA ÞETTA STRAX ?
Mín ályktun er sú að Alcangaurarnir séu að drífa sig í að byrja svo ekki verði aftur snúið.


Mig langar að birta örlítið úr nýjustu færslu heimasíðunnar ,,Sól í straumi" þar sem fram kemur að mynd á heimasíðu Alcans séu með villandi upplýsingar.


Í færslunni kemur þetta fram: ,,Á myndinni hér að ofan, sem tekin er af heimasíðu Alcan, er annarsvegar sett fram ársmeðaltal og hinsvegar heilsuverndarmörk sem sólarhringsgildi. Eins og gefur að skilja er um ósamanburðarhæfar tölur að ræða. Út frá samanburði á ósamanburðarhæfum gögnum dregur Alcan þá ályktun styrkur SO2 hafi árið 2005 verið innan við 1/200 af þeim styrk sem þykir skaðlegur. Framsetning af þessu tagi er ósæmandi hverjum þeim sem vill kenna sig við faglega og málefnalega umræðu. Mikilvægt er að gögn sem eiga að vera almenningi til upplýsinga í aðdraganda kosninga séu faglega rétt sett fram. Því er ekki að fagna af hálfu Alcan í þessu tilfelli."
Þið getið lesið alla færsluna HÉR.

Engin ummæli:

Nokkrar myndir