föstudagur, mars 09, 2007

Skíðaferð

Seinustu helgi fór ég í Skóðaferð til Akureyrar á vegum skólans.
En þar sem ég á ekki nema eldgömul skíði sem passa ekki lengur var þetta meiri brettaferð fyrir mig.
Ég var svo heppin að geta fengið snjóbrettið hennar Lenu lánað.
Þegar ég loksins kom upp í fjall eftir sex tíma keyrslu og svefn á loftlausri vindsænginni dreif ég í að skella á mig búnaðnum til að læra á þetta apparat.
Ég byrjaði bara í auðveldu, þ.e. í brekkunni sem ég hélt að væri barnabrekkan en er öllu heldur brekkan sem togar mann bara upp að skálanum! Ég renndi mér þar nokkrar ferðir ásamt öðrum stelpum í fjórða bekk sem voru líka að prófa bretti í fyrsta skiptið (með misgóðum árangri).
Ég fékk nóg af því að renna mér niður þessa skítnu brekku svo ég rölti upp í skála í þeirri von um að rekast á einhvern sem væri á leið í stólalyftuna og þar hitti ég einmitt Petru og Margréti.
Við ákváðum að fara saman, sem varð svo aldrei þar sem ég dróst afturúr í biðröðinni eftir passa í lyftuna. En ég hitti Karen og hún fylgdi mér.
Alls renndi ég mér fimm sinnum niður hina illræmdu, löngu og bröttu brekku sem beið mín þegar upp var komið. Ég hefði kannski rennt mér oftar ef ég hefði ekki stútað á mér fótunum þegar ég reyndi að hægja ferðina alla leiðina niður, alltaf!
Þetta var þrátt fyrir mína lélegu kunnáttu á bretti mjög hressandi og ég vildi óska þess að geta farið oftar upp í fjall að renna mér. Ég er samt ennþá alveg eftir mig og marblettirnir eru farnir að láta sjá sig. Marblettir sem ég vissi ekki einu sinni að hefðu komið.
Eftir ferðina var mér ill í bakinu, hnjánum, olnboganum, lærunum, tánum og restinni af líkamanum en nú eru bara hnén og olnboginn eftir auk þess sem tvær tær á vinstri fæti haga sér mjög svo undarlega.

Ég tók bara nokkrar myndir en þær er hægt að sjá hér

Engin ummæli:

Nokkrar myndir