miðvikudagur, apríl 26, 2006

titillausabloggið... eða næstum

Þótt ótrúlegt sé hafa vinsældir bloggsíðunnar minnar aukist um 19 heimsóknir síðan í síðasta mánuði en nú er slegið nýtt met. Þrátt fyrir það hef ég aldrei tekið eftir miklum hvatningum af lesendum síðunnar um að halda henni gangandi. Kannski maður bjóði bara ekki upp á hljóðið ?
Hef t.d. ekki fundið fyrir löngun að blogga í langan tíma núna enda mikið að gera en enginn virðist heldur sakna þess. Er lesendahópurinn svoooooooo lítill að ég næ engum að skemmta ? Veit ekki hvort það sé pointið með þessu bloggi, frekar en að segja bara mínar asnalegu pælingar, sem mér finnst ég oft ekki getað nefnt í hópi annarra.

Hvernig er t.d. eins og með gestabækur... skrifar fólk aldrei í svoleiðis lengur ? Spurning...
Hef það ekki fyrir vana minn að grátbiðja fólk um að skrifa í gestabók þar sem mér datt í hug að það kannski langaði til að kvitta fyrir heimsókn. En svo er víst ekki. Nóg að kommenta.. enda eru blogg kannski helst gerð til þess?

En annars er ég með brunasár á hnénu eftir að hafa hent mér í gólfið í íþróttahöllinni í seinustu viku og gert um leið gat á buxurnar mínar. Sárið vill ekki gróa...
Það var líka klappað fyrir mér í skólanum í vikunni fyrir að segja eitthvað gáfulegt. Mér finnst ég eiga að vera hneyksluð, nema það sé bara sameiginlegt viðhorf manna, að Brynhildur segi aldrei neitt gáfulegt. Hvað fór úrskeiðis? Framkoma mín?

(spurningaflóð)
Takk.

11 ummæli:

Katrín sagði...

Já, það verður að segjast að Gestabækur eru út..og það er ekki það að þú segir aldrei neitt gáfulegt, fólk tekur bara frekar eftir hlutum eins og alkuls-kommentið og svoleiðis en þessu má samt auðveldlega breyta og ég væri ekkert að hafa áhyggjur af þessu ef ég væri þú ;)

Brynhildr... sagði...

hehehe alkulsdæmið.. hey hvernig ætti maður sossum að vita það?! gæti verið að ísinn væri bara svona kaldur. Allavega er ég ekkert alltaf þarna fyrir sunnan að mæla kuldann. Og hey. Var að lesa að borgarísjaki getur alveg verið hátt í (lágt í) 60-70°C í mínus þrátt fyrir að það sé 0 gráðu hiti á yfirborðinu. Þannig að ef að yfirborðið er -70°C þá gæti alveg verið -140°C djúpt niðri!!:O Svo ekkert buddl.. ég hugsa alveg. Bara stundum ekki nógu langt.
Annars hef ég ekki neinar áhyggjur af þessu. Veit sjálf hvað ég veit og hvað ég veit ekki og það er nóg fyrir mig. ;)

Brynhildr... sagði...

þakka fyrir það Hildur. hahaha..

Ludsen Jones sagði...

já það er kannski kominn tími til að gáfukjarninn springi en hvað er málið með klappið þetta var bara hvatning og ekkert annað það var enginn að gera grín af þér.

Brynhildr... sagði...

ha grín!? nei auðvitað ekki... þar sem þetta er líka svo yndislega háalvarlegur bekkur!;) Ég tek þessu ekki illa þar sem ég hef of mikið af gamani í lífinu til að vera fúl hihihi.... (illkvitni)*

Nafnlaus sagði...

það væri örugglega meiri aðsókn að siðunni þinni efþu værir með blog.central siðu... eg kann ekkert a þetta... veit varla hvernig eg a að kommenta :s

Katrín sagði...

Nei, ekki skipta yfir á blog.central, þetta er svoleiðis miklu kúlaðra en annars máttu fara að blogga, ég hef ekkert að gera, nenni alls ekki að læra stærðfræði og langar að lesa blogg ;)

Brynhildr... sagði...

já þakka fyrir það komment Ester en mér finnst blog.central skítur og fyrirgefið orðbragðið. Maður getur ekki gert neitt sem mann langar að gera sjálfur þar. Það er allt sett upp fyrir mann sem geirr mann svolítið ósjálfstæðan... sem mér finnst ekki gaman. ;) Ég kýs frelsið! ÉG kýs blogger.com! ahahha... iss jæja okei búin
Heyrðu annars skal ég fara að blogga Katrín. Mér leiðist stærðfræðin líka alveg hryllilega.

*Fólk sem kann að kommenta er guðvelkomið til þess.. og líka hitt fólkið*

Klara sagði...

gestabækur eru bara svo súrar. komment eru miklu skemmtilegri...
þetta var komment

Una sagði...

Ég er ekki mikið gefin fyrir gestabækurnar. Fyrst og fremst tek ég ekki eftir þeim, eða gleymi þeim, og í öðru lagi þá kíki ég það oft á síðuna þína að mér fyndist kjánalegt að kvitta alltaf í gestabókina held ég.
Kíp öpp ðe gúd vörk.

Brynhildr... sagði...

Já svo er líka svo leiðinlegt að segja eitthvað í gestabókina þar sem flestir segja alltaf það sama eða einhverja steypu. Mér finnst samt asnalegast af öllu að kvitta í sína eigin gestabók Þrátt fyrir að ég hafi verið að leika mér að því sjálf en svona hefur maður stundum ekkert að gera á laugardagskvöldum ;)

Nokkrar myndir