Einn hljómsveitarmeðlima er bekkjarbróðir Marissu og stór hluti bekkjarins fór auk þess sem Aron frændi minn þekkir sama aðilja og kom ásamt vinahópi sínum. Svo kom Kári líka, veit ekki hvort þeir hafi ætlað að koma saman.
Ég heyrði bara af þessum tónleikum í gegnum Marissu og svo var ég að skoða mæspeisið hans Péturs Ben og komst að því að hann væri að leika þar líka þannig að ég ákvað að troða mér með í för Marissu.
Þetta var ágætt kvöld og mig hefur einmitt langað í nokkurn tíma að sjá Pétur Ben á sviði, þ.e.a.s. eftir að Kári kynnti mig fyrir honum í septemberbyrjun.
En já, þetta voru útgáfutónleikar Shadow Parade og nú er ég komin með disk bæði þeirra og Péturs ben í hendurnar, þó ég eigi þá ekki sjálf.
-Ég verð pott þétt húkt á þessu...
Ætla að láta linka á mæspeisin þeirra fylgja þessu bloggi og þar getið þið hlustað á nokkur lög frá þeim:
Takk
1 ummæli:
ég tók það upp að segja Aðilji þegar Atli íslensku kennari sagði það alltaf í fyrra. Mér fannst það bara svo gríðarlega kúl.
Þess má einnig geta að ég á heilt karton af tyggjói! Hah meira en margir geta sagt.
Hildur svona er að vera ekki á málabraut. Maður lærir ný tungumál þar, sjáðu til :P
Skrifa ummæli