miðvikudagur, nóvember 22, 2006

Ný læknisaðferð

ég var að vafra á mbl.is og sá þá frétt um það að Kínverjar (alltaf að finna upp á einhverju nýju) hafi fundið nýja lækningu við bólgum og svoleiðis.
Í fréttinni var einmitt tekið dæmi um mann sem hefur verið með sykursýki í fjölda ára og var svo illa haldinn að það átti að fara að taka af honum fótinn. En neei ! Ekki í Kína! Læknar hafa fundið upp á því að stinga sjúklinga í bólgurnar eða á staði þar sem tiltekinn sjúkdómur með geitungs stungu.
Þeir hafa enn ekki fundið út hvers vegna í ósköpunum þetta virkir en þetta sýnir greinilega árángur!

Ef þið viljið sjá fréttina klikkið þá hér .

Takk fyrir mig

Engin ummæli:

Nokkrar myndir