miðvikudagur, nóvember 08, 2006

Piano

Mamma var að koma með tölvutösku handa mér sem í var búnt af gömlum pianobókum sem ég hef verið að spila á seinustu árin.
Ég skoðaði pianohefti 1 og tvö, "píanó-leikur 2", A dozen a day I og II og piano lesson book 2 og 3 og 4 og upgrade, Richard Clayderman og að spila á píanói eftir eyranu og 16 auðveldustu verk Beethoven og miklu fleiri bækur og hefti. Svo fann ég eina klarinett bók eftir að ég hafði lært á Klarinett. En það sem mér fannst mjög athyglivert við þetta allt saman var að ég uppgötvaði að ég hef æft á piano í um 7 ár. Ég hef greinilega seinustu þrjú árin staðið í þeirri trú um að hafa bara spilað á piano í aðeins 4 ár en svo er nú ekki.

Þetta fannst mér merkilegasta uppgötvun dagsins í dag.

-Takk

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Heheheh hef lent í þessu...ég er núna búin að læra í hvað, 9 ár...mér finnst að fólk sem er búið að læra í 9 ár eigi að vera fyrir löngu komið með burtfararpróf og ég veit ekki hvað, þannig mér finnst ég ennþá vera á svona 5. ári...já skemmtilegt

Brynhildr... sagði...

akkúrat. Mér finnst allavega geta mín á piano engan veginn samsvara sér í árum.

Katrín sagði...

Thetta blogg let mig sakna flygilsins mins innilega mikid...
Piano eru yndisleg hljodfaeri.. :P
Eg er annars alveg sammala ;)
Kvedjur fra Italiunni :D

Nokkrar myndir