laugardagur, nóvember 11, 2006

Orðaleikur

Ég er núna að lesa glósur fyrir líffræðipróf sem er á mánudaginn. Fékk sendar glósur frá hildi til þess að fara yfir hvort að eitthvað vantaði í mínar glósur og í Word-skjalinu voru nokkur orð undirstrikuð með rauðu til að gefa til kynna að þau væru annað hvort vitlaust skrifuð eða af erlendum uppruna.
Orðið var ,,heilkjörnungar" og sem ég hægri klikkaði á orðið komu hin ýmsu orð sem gæti passað inn í í stað þessa framandi orðs.

Möguleikarnir á orðinu heilkjörnungar voru m.a. eftirfarandi.

*Heilkjarnungar
*Heilkjörnáungar
*Heilkjörpungar
*Heilkjörsungar

Þetta er eitt af fjölmörgum orðum sem maður getur farið orðavillt með. Ahh reyndar getur orðavillt einnig haft fleiri en eina merkingu ef út í það er farið.
Svona finnst mér tungumál einkar skemmtileg fyrirbæri og það væri nú gaman að sökkva sér einhvern tímann út í orðarugl þar sem maður finnur aðrar merkingar orðanna.
Mér finnst líka magnað að menn eiga í raun að geta lesið heilu greinarnar af rugluðum orðum ef bara fyrsti og síðasti stafur í hverju orði er á sínum stað.
Og annað sem mér finnst mjög skemmtilegt er hversu fjölbreytt orð geta verið, mynduð úr sömu stöfunum.

Engin ummæli:

Nokkrar myndir