mánudagur, desember 19, 2005

Daglegt líf ...

sit hérna... kl. orðin 3. Sólarhringurinn er búinn að snúast algjörlega í marga hringi... og á þessari stundu er hann einmitt öfugur. En öfugur stendur stundum fyrir það að vera samkynhneigður, Hýr, sem getur líka þítt glaður, eða gay á ensku sem hefur tvær merkingar, ef ekki fleiri, hýr á brá, eða samkynhneigður.
Ég hef ekkert á móti samkynhneigðum. Er reyndar svolítið hrædd við samkynhneigðar stúlkur, eða veit ekki.. hef ekki haft mikla reynslu af þeim en það var þó ein sem hræddi mig alveg gríðarlega! Úff..
ég ætla að vera hérna í svona 9 mínútur í viðbót þar sem ég er að bíða eftir að The O.C 307 er að lenda. Bíð og bíð... ætlaði að fara að sofa.. en þetta virðist vera það eina sem maður lifir fyrir þessa dagana. hmm....

annars var allt að gerast í dag! drattaðist á fætur kl. 1 eða hálf 2 og fór að taka til, í mínu herbergi og svo Marissu herbergi... sem skyldi það frekar ósnyrtilega eftir, þó hún hafi tekið smá til áður en hún yfirgaf mig yfir jólatímann. Meðal annars sem ég fann inni í herberginu hennar voru 13 handklæði. Sem fjölskyldan var orðin alveg steinhissa á að hafi alltí einu horfið. Það voru gjörsamlega engin handklæði til svo að hele familíen stinkaði þar til tekið var til í Herberginu hennar marissu! Öss...
Nei nei reyndar eigum við alveg heilan búnka af handklæðum þannig þetta reddaðist alveg.
Fór aðeins út í öfgar...

Annars var ég ógeðslega dugleg, skar egg í kartöflusalat, skellti upp þremur jólaseríum og allt er orðið jólalegt í húsinu núna! Ahh... manni líður miklu betur á eftir.
Já var víst búin fyrr en ég hélt þannig tók upp mínar heitt elskuðu Efnafræðiglósur og skrifaði þær inn í tölvuna á meðan ég beið eftir að allir gestirnir myndu hrúgast inn til að gæða sér á yndælis hangiketi og ýmsu meðlæti.
Þetta var jólaboð sumsé, haldið til heiðurs ömmu og afa, þar sem þau eru að fara til Kanaríeyja um jólin. Með frænkum mínum og frændum, Ásgeiri og Atla og fleirum
Heyrðu sem minnir mig á það að Klara kötturinn þeirra gaut bara allt í einu 6 kettlingum! Out of nowhere !:O eða ég veit ekki hvort það hafi verið að óvörum. Var síðast í Hvammi fyrir alveg hellings tíma og er svo sannarlega farin að sakna staðarins.
Nú eru tvær mínútur í að þátturinn sé kominn þannig ég bið bara að heilsa og vona að allir NJÓTI jólafrísins en gleymi sér ekki í einhverju jólastressi eða of mikilli vinnu þar sem fólk þarf smá frí!
Held að Íslendingar einkennist svolítið af því að vera vinnualkar, kunna sér ekki hóf og vilja alltaf meira og meira... Peningar eru líka mjög mikilvægir til þess að halda lífi, til þess að hafa allt í himnalagi og svo er náttúrlega ekki hægt annað en að kaupa sér stóran góðan flatskjá og nýja gsm síma á röðina fyrir jólin! Hah! Er það ekki sannur jólaandi...

Hvert stefnir þetta....

Brynhildur

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

bleeeessuð ;) kað segiru?:P ég er alveg sammála þér þarna.. ehe og jáá sólahringurinn er búin að vera verulega ÖFUGUR síðust daga.. :O bara sukk.. hehe og alltof mikið chill.. ég á meira segja eftir að kaupa eina jólagjöf og restina af jólafötunum.. úff.. en heyrru ég óska þér bara gleðilegra jóla skvís! ;P heyrumst! en hey hvað er msnið hjá þér??

Nokkrar myndir