fimmtudagur, desember 22, 2005

manntal

finnst þetta svolítið fyndið orð.
Hef ekki heyrt það neitt oft fyrr en ég var í jólaprófunum núna um daginn.
Þá kölluðu kennararnir alltaf MANNTAL eftir að bjallan hringdi inn.

Ég heyrði það í útvarpinu að Íslendingar eru loksins farnir að nálgast þrjúhundruðþúsundin.
Það vantar aðeins uppá um 300 og eitthvað.
Þannig fólk ætti endilega að fara að drita út börnum svo við náum 300þús á næsta ári.
Reyndar er búið að áætla að við náum þessari tölu á næsta ári og það verður hægt að fylgjast með því einmitt. Ég fylgdist ekki nógu vel með þessari frétt en ég bíð spennt!

1 ummæli:

Bryndís sagði...

Jei! Bráðum verða Íslendingar orðnir jafn margir og 1% af fólkinu í Bandaríkjunum.
Höfum það bara þannig, ég held það skemmtilegra að vera eitthvað heldur en að vera bara eitthvað smetti með augu og nef útí bæ. En á Íslandi sér maður hvernig hinn... er.
JEBB! Höfum það bara þannig.. eða eitthvað :/

Nokkrar myndir