þriðjudagur, desember 27, 2005

Tími til kominn!

Já kæru lesendur, tíminn er kominn!
Nú er stutt í nýja árið og nýja stórkostlega árangra!
Og Brynhildur hér er tilbúin í slaginn! Brynhildur -ég- mun koma sterk inn á næsta ári og það verða án efa tímamót í lífi mínu.
Ég kemst ekki hjá því að verða vör við það að fólk líti á mig sem óstundvísa, óstkipulagða stelpu. Stelpu sem er ekki til staðar þegar þess er þörf. Stelpu sem stundar ekkert af of miklum áhuga....
En það mun breytast á nýju ári.
Alveg frá því í 5. bekk hef ég verið þekkt fyrir það að mæta of seint, og jafnvel mæta bara ekkert! Já. Fyrstu skrópin mín hófust þá og það hefur komið mér á það spor að komast upp með alls kyns hluti sem ég sjálf, persónulega, hefði aldrei leyft mér að komast upp með!
Skipulag, stundvísi og ábyrgð, metnaður og ódrepandi barátta verða mín hvatningaorð á nýju ári.
Sumsé áramótaheitið komið. Ég ætla hreinlega að koma á skipulagi í lífi mínu!

Hin nýja Brynhildur er fædd!

Takk fyrir mig.

Engin ummæli:

Nokkrar myndir