föstudagur, desember 16, 2005

Prófin búin

LOKSINS!!!

Ahhég er ekkert smá fegin að vera loksins búin í prófunum. Er búin að vera geggjað steikt og sofa í sófanum í eldhúsinu hjá Siggu yfir kvöldmatnum hjá þeim í kvöld.
Skrapp í bæinn með Siggu, Söndru og Svövu í gær til þess að halda aðeins upp á þettu, jibbí.
Fórum í kringluna og grúskuðum í jólagjöfum og fórum svo á King Kong sem kom mér á óvart.
Svo fórum við Sigga í Smáralindina í dag og Kíktum á Söndru vinna hehe.. dugleg litla stúlkukindin.
annarss... þá var hún móðir mín líka að koma heim frá Vínarborg og Marissa fór í gærmorgun :(
Hildur fer 17. des og já...

Heyrðu langar að segja frá maskaranum sem mamma keypti handa mér.
"ógeðslega góður maður! Þolir rigningu og svita og vatn og allt!" Já.. allt, það er mikið rétt, í gær þegar ég var komin heim úldin þreytt og fór að athafast við að þrífa burt grímuna sem maður setur upp... maskarinn, sem er svo góður og þolir allt vildi alls ekki fara af! Sjæsse! Byrjaði að nota svona æmeikoprímúver en það gekk ekki þannig að ég ætlaði að prófa vatn þar sem það stendur svona 38° á umbúðunum. ég nuddaði og nuddaði en ekkert gekk og á endanum var ég að plokka þennan ansvétans maskara af augnhárunum sem rifnuðu af í leiðinni! Puff...

Jólafríið er hafið og letin tekur við.
Takk fyrir mig.

Engin ummæli:

Nokkrar myndir