sunnudagur, janúar 08, 2006

HÆTTA! "Magnet" tónleikar!

Í kvöld voru hinir glæsilegu stórtónleikar með "Hætta! - Hópnum" sem áttu að vekja athygli á náttúru Íslands og umgengni um hana. Margir miklir listamenn komu þar fram og þar á meðal voru Damien Rice, Hjálmar, Ham, Ghostigital, Magga Stína og hljómsveit, Rass, Egó, Sigur Rós, Damon Albarn mætti og söng og það var strákur sem er svona kannski 10-11 ára, sem fékk þann heiður að spila á trompet með honum! Vá Sá snáði á eftir að muna þetta í langan tíma. 5500 manns, fagnandi honum jafnvel meira en Damon Albarn sjálfum. Fjúff!
Björk átti að mæta en kannski missti ég af henni, eða þá að dagskráin breyttist eitthvað örlítið, eins og stóð á miðanum: ,,Tónleikahaldari áskilur sér rétt til að breyta dagskrá".

Þetta voru annars mjög vel heppnaðir tónleikar að mínu mati og áhrifamiklir svo sannarlega og sviknir þeir sem ekki fóru! ;P

Var dálítið týnd samt :S Keypti miðann og hélt að Marissa og Matti ætluðu að kaupa líka en svo voru þau bara of sein þar sem miðarnir voru fljótir að seljast upp. Svo þegar að deginum í dag komst Marissa í feitt og fékk starf við tónleikahaldið svo hún gat mætt í höllina um kveldið!
Ég hitti hana samt ekkert... fann hana ekki og þegar ég loksins heyrði í henni 2 tímum eftir að ég mætti var ég komin fremst og týmdi ekkert að færa mig hihi.
Hitti á Andreu og Sóley þegar ég var nýkomin og þær voru að leita að vinkonu sinni, var með þeim í smá tíma og sá svo einkurja bekkjarfélaga mína sem ég var með restina af tónleikunum.
Ánægjulegt kvöld sumsé. Takk fyrir mig!!
Brynhildr..

Engin ummæli:

Nokkrar myndir