mánudagur, janúar 23, 2006

Margt hefur á dagana drifið

Jæja nú finnst mér orðið svo langt síðan ég bloggaði, þannig ég vind (vindi ?) mér bara beint í efnið..

Saungvakeppnin var haldin seinasta fimmtudag og þar vann Le Pre, Árni Bragason, en annað sætið hreppti stóri brósi sem bakrödd með nokkrum samnemendum sínum.
Ég er stolt af honum alveg hreint æðislegt hjá honum Til hamingju!
Jáhh svo í fyrirpartýinu fyrir ballið voru frekar vafasamar umræður um það "hvað hann vææææri sææææturrrr" en nóg um það...
Ballið heppnaðist alveg rosalega vel og ég skemmti mér alveg hrottalega vel með Petru, Guðrúnu, Karenu og Katrínu og svo var Hildur alltaf skoppandi inn á milli. (ahh er ég að gleyma einhverjum??)

Nú svo var Morfís á föstudag og Þar sigruðu MRingarnir. Ætla ekki að vera með neinn hroka þar sem ég er búin að hlessast frekar mikið á Borghyltingum um helgina en ætla að taka það til mín, að þeir séru bara svona upp í pontu og séu í raun kurteisari en ella. Þeir eru ágjætir..
Svo er þetta engin alhæfing á Borgó!

Svo var frekar rosalegt laugadagskveldið og ég var mér eiginlega til háborinnar skammar ( fannst mér) í Partýinu hjá Dagbjörtu og vil bara biðjast afsökunar haha. En þetta var samt ánægjulegt að kíkja á gamla liðið :) veivei!

Þannig þetta er eiginlega bara svona allsherjar afsökunarbeiðni með öðru ívafi, þetta blogg.

Þakka samt sem áður fyrir mig,



Flott mynd sem lítill snáði að nafni Hákon Logi teiknaði einu sinni fyrir mig þegar ég var í einhverju leiðindaskapi.
Takk Konni ! =)

Engin ummæli:

Nokkrar myndir