Síðan skólinn byrjaði aftur, eftir vel heppnað jólafrí, hef ég verið í vandræðum með að sofna á kvöldin. Nú er t.d. kl orðin hálf 4 og ég ekki enn sofnuð.
Spurningar vöknuðu og pælingar fóru af stað í kollinum.
Hvers vegna get ég ekki sofnað ?
Nú veit ég um nokkra aðila sem hafa líka verið í vandræðum með að sofna og þess vegna gæti mögulega verið að eitthvað hjá okkur öllum sé að klikka vegna einhverra óútskýranlegra ástæðna :
- Í fyrstu datt mér að sjálfsögðu það í hug, að ég er nú búin að snúa sólarhringnum algjörlega við vegna jólafrís og það sé í raun megin ástæðan fyrir þessum bilunum í líkamsklukkunni, sem venjulega segir mér að fara að sofa og ákveður hvenær ég á að vakna.
- En svo uppgötvaði ég að dagurinn er náttúrulega farinn að lengjast smávegis með degi hverjum núna. Ætli það hafi einhver áhrif, þar sem fleiri eru að glíma við sama vandamál og ég?
- Veðrið hefur verið mjög undarlegt síðastliðna daga og það gæti einnig spilað inn í þetta á einhvern hátt.
- Eða þá að ég sé með svona líka roooosalegar pælingar þegar ég á í rauninni að vera liggjandi uppi í rúmi, sofandi, eða í það minnsta að reyna að sofna, og svefnleysið hjá hinum fyrrnefndu komi þessu máli engan veginn við og þeir hafi bara sínar eigin ástæður fyrir andvökunni...
Ég er ekki komin að niðurstöðu, en ætla nú að "leggjast undir feld" það sem eftir er að nóttu og hver veit nema ég hafi fundið svarið við spurningu minni þegar ég vakna um hádegisbil á morgun!
Góða nótt.
p.s. Svefnleysið hefur ekki haft góð áhrif þar sem vöðvabólga og höfuðverkur eru daglegar "aukaverkanir" upp á síðkastið...
laugardagur, janúar 07, 2006
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli