laugardagur, febrúar 18, 2006

Afdrifaríkasta vikan á þessu ári!

Halló!
Okei langar að hrypa hérna nokkur korn niður frá því síðustu vikuna þar sem það er svo margt búið að gerast, þó svo að mér leiðist svona upptalningar og frásagnir.

Öhm. Á seinasta föstudag byrjaði skreytinganefndin að skreyta í skólanum eins og óðir hundar! Kláruðum svo með nýju tímameti á sunnudagsnóttina.

Eftir skreytingar á laugardaginn fór ég, dugleg með strætó frá Hlemmi og niður í Kópavog alein til þess að hitta mínar al hörðustu stelpur en þær voru ekki mættar á Gustsballið. Mikið fjör þetta kveld og ég, Sigga og Aðalheiður skelltum okkur svo í bæinn á Hverfis og hittum meðal annars gamla samfélagsfræðikennarann okkar úr gaggó, Halldór!

Svo leið árshátíðarvikan eins og smurt brauð með örlitlu salati og vorum við skreytó fólkið fengið til þess að klæðast lúða hippa-eða grúppíufötum í skólanum á mánudag.
Fimmtudagurinn var svo algjör bomba.
Fyrirpartýið gekk alveg gríðarlega vel enda góður partýhaldari.. (ég) En þar voru alveg rosalegar kræsingar af pastaréttum og snakki og gosi sem fólk kom með. Með kvöldinu varð fólk æstara og æstara og í lokin vra húsið orðið vel svæsið af niðurhellingum og ælum, m.a.
Árshátíðarballið sjálft var mjög fínt líka. Hljómsveitin "The Betales", sem er norskt coverband fyrir bítana (besta coverband í heimi skilst mér) spiluðu með glæsibrag og dagurinn var mergjaður í alla staði! Að ógleymdri skautaferð og morgunmat á Café Konditori. Ég er enn með harðsperrur eftir skautana en mætti ekki í morgunmatinn þar sem það þurfti að taka til í húsinu fyrir kveldið.

Ætlaði svo að fara niður í skóla að taka niður skreytingarnar eftir vikuna, en mundi þá að ég átti að fara í atvinnuviðtal í Oddur Bakarí, á Grensásvegi. Fékk að sjálfsögðu strax starfið ;)
Skellti mér svo í bíó með Bjaddna og Daan til þess að halda upp á nýja bílfenginn hans Bjaddna!
Walk the Line er rosalega flott mynd og mæli eindregið með að allir sjái hana. Mann langar að stofna svona Band eftir að horfa á þetta. En eftir myndina var svo hápunktur kveldsins!
Fórum sumsé dugleg niður í Gaggó Mos og vorum að skoða öll listaverkin eftir Bé-Á liðið. Daan fékk að prófa bílinn hans Bjaddna í smá stund og síðar fékk Brynhildurin að prófa, sem hefði ekki átt að gerast.
Var fyrst í þvílíkum vandræðum með að starta bílnum þar sem hann stóð í brekku. Og svo keyrði ég eins og Donut. Keyrði upp Dalatangann og þegar hann var á enda þá kom bíll á þvergötunni. En ekki bara einhver vegfarandi! Nei nei þurfti það ekki að vera löggan á rúntinum! Við fengum nett sjokk og ég reyndi að kveikja á bílnum ( sem slökkvnaði á þegar ég stoppaði) Og keyra í burtu en Lögreglan fylgdist gaumgæfilega með og sneri við á eftir mér með ljósin á! Úff. Við náðum að skipta um sæti en þetta var óneytanlega spennuþrungin stund þar sem ég og Daan stóðum og spjölluðum við lögreglustjórann meðan Bjaddni var yfirheyrður úti í lögreglubíl. Ég hefði getað verið sektuð þar sem það varðar við lög að gera svona hluti. Ahemm. En mennirnir í búningunum voru svo miskunnsamir að sleppa okkur með aðvörun og loforð um að gera aldrei svona hluti aftur. Þetta verður án efa eftirminnilegt kvöld fyrir Bjaddna litla, fyrsta daginn á nýja bílnum sínum.
Til hamingju með bílinn bæ ðö vei.

Þetta voru sumsé afrek mín þessa vikuna. Hver veit hvað mun gerast í næstu viku!

Myndir frá vikunni verða birtar síðar á www.brynkumyndir.tk

Brynhildur kveður

6 ummæli:

Nafnlaus sagði...

:(

Nafnlaus sagði...

Asni;P

Nafnlaus sagði...

haha bjánar

Brynhildr... sagði...

haha þetta var rosalegt.
En nú er Silvía Nótt búin að vinna Júróvisíon forkeppnina!
Já.

Nafnlaus sagði...

hahah walk on the line...? walk the line... tihi lúði:P

Brynhildr... sagði...

hehe búin að laga það. röglaði þessu saman þegar ég var einmitt að hlusta á lagið Take a walk on the wildside..

Nokkrar myndir