þriðjudagur, febrúar 28, 2006
Birtíngur!
°Vil vekja athygli á að sýningar á leikriti Herranætur, leikfélags Menntaskólans í Reykjavík er hafin!
Þetta hafði Skólafélagið að segja:
"Í ár sýnum við Birting eftir 18. aldar rithöfundinn og heimspekinginn Voltaire. Verkið er kómísk og heimspekileg háðsádeila og fjallar um drenginn Birting sem rekinn er frá kastalanum Tundertentronk í Þýskalandi. Á ferð sinni um heiminn fær hann að kynnast raunum heimsins á grátbroslegan hátt."
Friðrik Friðriksson var fengin til að leikstýra Herranætur hópnum þennan veturinn og þetta er vonandi alveg afbragðs leikrit!
Kvet alla til þess að mæta og sjá hvað MR-ingar hafa fram að færa þetta árið!;)
http://skolafelagid.mr.is/herranott/
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli