mánudagur, febrúar 13, 2006

Lystarstol ???

Kannast einhver við það að hafa enga list á mat??
Ég hef aldrei upplifað það fyrr en á föstudaginn síðasta. Síðan þá hef ég ekki borðað*

Hef áhyggjur.

Reyndar er þetta ekkert áhyggjuefni.. þar sem ég hef borðað ýmist annað í staðinn. Kjamsað á nokkrum súkkulaðistykkjum, Pelon Pelo Rico og svo borðaði ég pizzu á föstudag, laugardag og Sunnudag. En fyrir mitt leiti er það ekki Matur. Kók, Pepsí, Sprite, Snakk, sleikjó súkkulaðisnúður og kex.
Óhollustu minni verður ekki lýst öllu betur í þetta skiptið.. og í þessum töluðu orðum mun þetta "fóður" ekki vera á mínum borð á næstunni.

Annars var allt að gerast um helgina niðrí skóla! Skreytingarnefndin lagði sitt af mörkum að gera Cösu eins skrautlega og óCösulega og hægt var.
Þemað að þessu sinni er "Gullöld Rokksins!" Ég að sjálfsögðu bauð mig fram "tilsað" koma minni sköpunargáfu á framfæri, sem var svo ekki mikil eftir allt.
Við Petra, Karen, Guðrún og nokkrar aðrar stúlkukindur hjálpuðumst að með eina mynd, svo bjuggum við til "heilagt altari" handa John Lennon. Eeen... það voru skiptar skoðanir um hvort John Lennon líktist betur sjálfum sér eða Harry Potter.
Casa er þrátt fyrir allt vesenið ógeðslega töff í dag og mun verða þar til á föstudag, þegar skreytingarnefnd tekur saman höndum og rífur allt plaggið niður aftur.
Nú svo í dag, þegar Casa loksins opnaði áttum við í skreytingarnefndinni að mæta í einhverjum furðu hallærisfötum eða einhverju sem bennti til þess að við værum komin frá gullöldinni, sem var að sumra mati allt frá 1955 - 1975 eða svo (en það má deila um það). Spörning hvort þetta nái allt til 1980.
Allavega.. þá mætti ég í hinum mestu hallærisfötum! Mér fannst ég hálfpartinn klippt út úr mynd og sett inn í menninguna sem nú ríkir. Fleiri voru álíka skemmtilega klæddir, grúppíur, hippar og fl.
Myndir koma síðar.

En á Laugardaginn kíkti ég eftir fullt af hestbökum og skreytingum á ball í Gusti með Stelpucrewinu... það var mergjað fjör! Myndir þaðan er hægt að skoða hér.

Engin ummæli:

Nokkrar myndir