Það hefur eitthvað verið að dissa mig í dag og kannski í gær líka. Hef alveg náð að gleyma því inn á milli, svo kemur það upp aftur. Held það sé vegna einhverrar óreglu. Um daginn sagði ég frá því hvað ég væri eitthvað rugluð og tætt. Hélt ég væri komin yfir það en svo virðist sem það sé að hellast yfir mig aftur.
Er farin að huga að jólaprófunum. Í dag er1. nóvember og ég er í fyrsta skipti svo snemma farin að hugsa um komandi prófatíð. Ég er engan veginn kvíðin eða stressuð en mér finnst samt sem áður óþægileg tilfinning hvíla yfir komandi prófum. Puff...
Mér finnst leiðinlegt þegar fólk talar til mín eins og það sé verulega pirrað út í mig.. sérstaklega marga daga í röð. Það gerir mig pirraða og ósátta við mig sjálfa. Skoðaði stjörnuspána mína á mbl.is áðan og mér finnst það meika örlítinn sens.
,,Nautið er í eilífu ákvörðunarferli. Kannski er það orðið leitt á þessu og líklega að bíða þess tíma er enginn spyr það að neinu. Bráðum munu allir skilja til hvers er ætlast af þeim og spurningaflóðinu mun linna."
Brynhildur er upptekin þessa dagana. Vinsamlegast takið númer og bíðið þar til kemur að ykkur.
Takk fyrir.
Er ég að flýja raunveruleikann ?
5 ummæli:
gengur lítð..veruleikinn nær okkur alltaf jafn óðum...:/..
haha þú varst sannarlega fljótur að svara blogginu mínu. =)
...ég býð spennt eftir að gestir síðunnar hafi náð tölunni 2332.
Þessi teljari tekur bara hverja IP tölu fyrir einu sinni á dag held ég...?
Ég er líka naut. Samt finnst mér þessi spá ekki passa mjög vel við mig. Ég er reyndar í eilífu ákvörðunarferli rétt eins og allir aðrir.
já það er svoldið til í því.
Enda er ekki eins og maður taki stjörnuspár mjög hátíðlega..
Skrifa ummæli