miðvikudagur, janúar 25, 2006

Ahh svítudagar

Sit hérna og læt fara alveg hrottalega vel um mig í stólnum mínum með stóran púða við bakið og hlusta á rólega, þægilega tónlist.
Það er mikið að læra og ég bara dunda mér við það. Aldrei þessu vant..

Það er víst að hlaðast upp heimavinnan núna þessa dagana sem ég er ekki alveg að fýla. Er ekkert búin að leyfa mér að fara á hestbak í vikunni. Sem er mjög leitt þar sem það eru heilir 6 félagar niðrí í hesthúsi bíðandi eftir að vera hreyfðir. Múttan er ekkert búin að fara heldur síðan nýi "góði hesturinn" sem átti að vera svo frábær, varð hræddur við bíl og tók svona eins og eitt stökk og datt ofan í holu með mömmu á undan og lennti svo ofan á henni. Grey mamma.
Maður ætti að gefa henni verðlaun fyrir ljótustu og bólgnustu fætur 2006.

En þar sem ég er að tala um hestaslys og "dettu af baki." Þá langar mig að telja upp nokkrar skrautlegar "afdettur" sem ég hef upplifað.

1. Var að fara að keppa á honum Létti mínum og setti einhverjar sniðugar hlífar á fæturna til þess eins að hann lyfti fótunum hærra upp í loftið (sem fyrir þá sem ekki vita á að prýða og hækka einkunn). Nú hlífarnar komnar á og Léttir ekki ýkja ánægður með þessar hryllilega hvítu ógnandi gúmmítúttur á framfótunum. Skvettir upp rassinum og ég fýk af og lendi beint á hausnum! Svo var það ósjaldan sem hann á gulmálaða steina, skilti eða fjúkandi rusl og trompaðist og stökk allt í einu til hliðar og ég af.

2. Frumtamningar geta verið skemmtilegar. Áhættusamar, en skemmtilegar. Maður fær upp í hendurnar hest, sem hefur aldrei verið snertur af manni. Umgengst hann í nokkra daga og svo bara á bak! Sumarið 2004 var einmitt svoleiðis. Fékk vinnu við frumtamningar og vinnuveitandi minn, Ragnheiður, var ekki óhrædd við að henda mér á bak á einhverjum bykkjum sem reyndu eins og þær gátu að henda manni af! Eins og tildæmis einn sem var alveg þvílíkt hrekkjóttur og var alltaf að reyna að henda manni. Eitt skiptið lyftist ég bara af honum án nokkurrar vitundar minnar, og lennti standandi við hliðina á honum!? Datt af einni brjál meri og þurfti að standa upp svo hratt til að flýja hana þegar hún stefndi bara að mér með drápssvip! Svo leið yfir mig. En svo er maður auðvitað svo harður, dettur ekkert alltaf af! Alveg eins og kúrekarnir! Lukku-Láki er hetjan mín.

3. Móðir mín er líka snillingur í að detta af baki. Hún er hetja að setjast alltaf aftur á bak! Þó svo að hún fari úr axlarlið um leið og hún axlarbrotnar og nokkrum mánuðum fyrir það datt hestur með hana í þúfu og beyglaði löppina á henni. Það er eitthvað með alla þessa hesta sem mamma á til að sitja, þeir detta bara allir með hana og lenda ofan á henni! Jaaá svo má ekki gleyma þegar Monika rann í hálku og datt með mömmu. Og svo var einn sem ákvað að velta sér í á með mömmu á baki! Hahahah það var alveg toppurinn. Fjúff.

4. Aðrir sem ég hef orðið vitni af að detta af baki: Ragnheiður, Mamma, Sigga(kröpp beygja á berbaki og við báðar rennum af) Sandra, Leó, Kristín, Sigurður, Selma og Telma (flugu af í sama reiðtúrnum haha), krakkar á reiðnámskeiðinu, Einar Roth, Saga og líklega fleiri.

En þetta eru svo sannarlega svítudagar eins og ég kýs að kalla þá ( í þetta skiptið). Gömlu góðu minningarnar og svo lærdómur og veikindi og heimaseta og hlustun á tónlist... og ... og..!!!?


Það kannski sést ekki en hjálmurinn er vel rifinn og skemmdur eftir nokkrar afdettur ;)

Takk fyrir mig...

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Öss.. Hestadettur. Hættulegt!

En hvenær verður saumaklúbbi næst?

Nafnlaus sagði...

Já... segi það!

En þú greinilega mjög lífsreynd manneskja! Vá... ætti að byrja að tilbiðja þig!

Brynhildr... sagði...

hahaha ég er ekki alveg tilbænarinnar virði.

Saumkaklúbbsregla 67
Saumaklúbburinn verður haldinn þá og því aðeins að Brynhildur hafi einfaldlega tíma til þess að halda hann.
Sönnun: Brynhildur er upptekin en reynir hvað hún getur að finna tíma til að halda saumaklúbb.

Þar af leiðir að Brynhildur muni mjög líklega halda Saumaklúbb næstu helgi hvort sem allir meðlimir komist eður eigi.

Þýðing: í alvöru stúlkur ég fer að halda saumaklúbb sorryyy!!! =\=\ Hvernig er næsta helgin fyrir ykkur ?

Nokkrar myndir