Áramótin voru mjög skemmtileg!
Matur hjá Bryndísi, gómsætur Kalkúni og svo ís og nammi og snakk og ahh... Mmm...
Eftir skaupið brunuðum við mamma, pabbi og Kári niður í hesthús til að gá hvort að hestarnir væru ennþá á lífi eftir alla hvellina og svo keyrðum við niður í Grafarvog til þess að horfa yfir Reykjavíkina missa vitið algjörlega!
Vá ég fór að pæla í útlendingum sem koma hingað árlega jafnvel um áramótin bara til þess að horfa á þessi Madness!! Og fór líka að hugsa um alla flóttamennina og alla ólöglegu innflytjendurna (af því þeir eru svo margir) , og hvernig þau skyldu bregðast við þessum ósköpum! Allar sprengingarnar og lætin og reykurinn og blossarnir og...
það mætti halda að það væri verið að gera flugárás og bomba yfir allt höfuðborgarsvæðið! ( og að sjálfsögðu úti á landi..)
Við hérna til þess að njóta alls hávaðans og litadýrðarinnar. Kaupa flugelda fyrir morðfjár! Þetta hleypir óneitanlega smá adrenalíni af stað, en fyrir þá sem eru að flýja skotárásir og koma kannski hingað í friðarleit og svo er hér Trylltast af öllu trylltu þegar að flugeldum kemur!
Já morðfjár.. heyrði í gær sögu af manni sem kaupir flugelda fyrir 50 þúsund krónur, og kannski 10 aðrir vinir hans og svo koma þeir allir saman og bomba allt kvöldið! Það er alltaf svolítið svoleiðis niðrí í Fannafoldinni, nokkrir nágrannar sem eru að keppast um hver skýtur flottustu ragettunum og tertunum upp. Maður fær bara sína eigin sýningu alveg við hliðina á sér!
Annars skaust ég niður í bæ með Siggu og Söndru og rölti upp og niður Laugarveginn, kíkti á nokkra staði og svo endaði ég á Nasa þar sem Sálin hans Jóns míns hélt uppi fjörinu.
Ég verð að segja að fyrir mitt leiti voru þetta ein bestu áramót sem ég hef upplifað!
En allri hamingju fylgir líka nokkur sorg.
Seinustu daga Hefur Kisi ekki skilað sér heim og ég harma það mjög. :(
Alveg síðan Kitty, kötturinn hennar Marissu gerði sig heimakominn hér, þá sá ég minna og minna af Kisa þar til hann var bara alveg horfinn.
Endilega ef þið sjáið hann þá láta mig vita! Ég hef alveg gríðarlegar áhyggjur af litlu bollunni minni!!!
Hann er grár eins og þið sjáið, feitur en samt smágerður og með græn augu.
Einfaldlega bara mjÖg sætur.
mánudagur, janúar 02, 2006
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
2 ummæli:
já veit um kall (yfir fertugt) sem keypti sér flugelda fyrir 140 þúsund. 100 þúsund fyrir sig og svo mátti sonurinn velja sér hvað sem er í búðinni. Kallinn fékk einhverja skuld borgaða uppá 150 þúsund og ákvað að brenna og sprengja peninginn.
Skal sko kíkja á alla ketti sem ég sé hérna í nágreninu til að finna Kisa.
Ooog að brjáluðu sprengju mönnunum þá er ég nu bara nokkuð ánægð að þeir séu þarna því annars væru áramótin ekki eins flott:D!
Ég vill flott áramót
Skrifa ummæli