Ef maður hugsar út í það hversu mikil áhrif tónlist getur haft á mann.
Maður fer að sýna hinar ýmsu tilfinningar bara af því að hlusta á eitthvað lag.
Það minnir mann máske á einhverja eftirminnilega stund. Kmeur manni í hið dramatískasta skap, maður getur orðið ofbeldisfullur eða árásargjarn, glaður, leiður, þreyttur.. allt eftir því hvernig tónlist þetta er.
Tónlist hefur mikil áhrif á mig.
Maður missir sig stundum í hugsunum þegar tónlistin er líðandi og þægileg..
Eins og fyrirsögnin segir, þá getur tónlist verið hálfpartinn eitruð á hugsanir manns. Ég geri oft eitthvað sem ég myndi aldrei gera með fullri meðvitund, þegar ég hlusta á tónlist. Það er eins og ég fari í leiðslu. Ahh.. ekki hægt að lýsa þessu. En eins og þegar maður er í góðum tengslum við t.d. pianoið.. maður hverfur inn í lagið og tekur ekki eftir því að maður sé að spila sjálfur. Eða þegar maður er í svo mikilli tengingu við hest í reiðtúr að maður getur bara sagt það í huganum hvað hesturinn á að gera!
Stórmagnað.
Mér finnst gott að hlusta á tónlist.
Maður fær næði útaf fyrir sig, lokaður inni í herbergi hlustandi á tónlist, gleymir sér i hugsunum og pælingum. Tónlist getur haft skapandi áhrif á mann eins og svo margt annað! Jehh
En þetta er bara einhver pæling sem kom upp í huga mér fyrir svona 5 mínútum.
Takk fyrir mig..
fimmtudagur, febrúar 09, 2006
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
4 ummæli:
Þú hefur verið "ég veit ekki hvað"uð! Nánari upplýsingar á nýjasta bloggi mínu!
vaaá en sá heiður að hafa verið "þú veist ekki hvað"uð jibbí
seeeeeeeeeeeeeegðu!
hmm ég er hjartanlega sammála yður :D ég luva tónlist og get gjörsamlega gleymt mér í henni ;)
Skrifa ummæli