miðvikudagur, nóvember 29, 2006

nýtt lúkk inn/komment út

Bloggið mitt er í rúst í kjölfar nýja lúkksins, kommentasíðan villtist af leið og hefur ekki enn náð sínum fyrri farveg.
Ég er ekki sátt.

Hvernig eruði annars að fíla nýja lúkkið ?
- Ahh djöf... þið getið ekki kommentað um það! >(

sunnudagur, nóvember 26, 2006

Hvaða Ameríska stórborg er ég ?

Stal þessu af mæspeisinu hans Aríel.


You Are Austin

A little bit country, a little bit rock and roll.
You're totally weird and very proud of it.
Artistic and freaky, you still seem to fit in... in your own strange way.

Famous Austin residents: Lance Armstrong, Sandra Bullock, Andy Roddick



Aðrar borgir sem komu til greina hjá mér voru:

*Los Angeles: Young and fun, you always know where the best parties are.
And while you tend to keep things carefree and casual...
You certainly can glam it up when you need to.

Famous people from Los Angeles: Tyra Banks, Jake Gyllenhall, Freddie Prinze Jr.

og

*Las Vegas: Wild and uninhibited, you enjoy all of life's vices. You're a total hedonist, especially with sex, gambling, and drinking. You shine brightly every night, but you do the ultimate walk of shame each morning. Famous Las Vegas residents: Wayne Newton, Howard Hughes, Penn & Teller, Siegfried & Roy

miðvikudagur, nóvember 22, 2006

,,Með þér"?

"ég vil bæði lifa og vona!
ég vil brenna upp af ást
ég vil lifa með þér svona!
ég vil gleðjast eða þjást"

Ef einhver man hvað þetta lag heitir og langar ógeðslega að senda mér það þá má hann vinsamlegasat senda mér það á msn.

-TAKK

Ný læknisaðferð

ég var að vafra á mbl.is og sá þá frétt um það að Kínverjar (alltaf að finna upp á einhverju nýju) hafi fundið nýja lækningu við bólgum og svoleiðis.
Í fréttinni var einmitt tekið dæmi um mann sem hefur verið með sykursýki í fjölda ára og var svo illa haldinn að það átti að fara að taka af honum fótinn. En neei ! Ekki í Kína! Læknar hafa fundið upp á því að stinga sjúklinga í bólgurnar eða á staði þar sem tiltekinn sjúkdómur með geitungs stungu.
Þeir hafa enn ekki fundið út hvers vegna í ósköpunum þetta virkir en þetta sýnir greinilega árángur!

Ef þið viljið sjá fréttina klikkið þá hér .

Takk fyrir mig

sunnudagur, nóvember 19, 2006

Shadow Parade & Pétur Ben

Í gær fór ég á tónleika Shadow Parade í Tjarnarbíói.
Einn hljómsveitarmeðlima er bekkjarbróðir Marissu og stór hluti bekkjarins fór auk þess sem Aron frændi minn þekkir sama aðilja og kom ásamt vinahópi sínum. Svo kom Kári líka, veit ekki hvort þeir hafi ætlað að koma saman.
Ég heyrði bara af þessum tónleikum í gegnum Marissu og svo var ég að skoða mæspeisið hans Péturs Ben og komst að því að hann væri að leika þar líka þannig að ég ákvað að troða mér með í för Marissu.
Þetta var ágætt kvöld og mig hefur einmitt langað í nokkurn tíma að sjá Pétur Ben á sviði, þ.e.a.s. eftir að Kári kynnti mig fyrir honum í septemberbyrjun.

En já, þetta voru útgáfutónleikar Shadow Parade og nú er ég komin með disk bæði þeirra og Péturs ben í hendurnar, þó ég eigi þá ekki sjálf.
-Ég verð pott þétt húkt á þessu...

Ætla að láta linka á mæspeisin þeirra fylgja þessu bloggi og þar getið þið hlustað á nokkur lög frá þeim:




Takk

þriðjudagur, nóvember 14, 2006

42" plasma sjónvarp frá BT ?!

haha... þetta finnst mér skemmtilegt, varð að setja þetta inn.
Var sumsé að fá sms sent frá BT og þar stóð að ég hafi unnið 42 tommu plasma sjónvarp.

Svona er maður heppinn á þriðjudagskvöldum í miðjum nóvembermánuði...

Uppskeruhátíð hestamanna

Ég hef enga hugmynd um hvernig uppskeran fór og þar með verðlaunaafhendingin en ég veit að ballið eftirá var mjöög skemmtilegt og það er svo æðislegt að hafa marga marga vini í kringum sig sem er mikið gaman að vera með. Mér þykir vænt um svona kvöld.
Myndir á síðunni hjá Dóru og co.

-Takk fyrir kvöldið:)

laugardagur, nóvember 11, 2006

Orðaleikur

Ég er núna að lesa glósur fyrir líffræðipróf sem er á mánudaginn. Fékk sendar glósur frá hildi til þess að fara yfir hvort að eitthvað vantaði í mínar glósur og í Word-skjalinu voru nokkur orð undirstrikuð með rauðu til að gefa til kynna að þau væru annað hvort vitlaust skrifuð eða af erlendum uppruna.
Orðið var ,,heilkjörnungar" og sem ég hægri klikkaði á orðið komu hin ýmsu orð sem gæti passað inn í í stað þessa framandi orðs.

Möguleikarnir á orðinu heilkjörnungar voru m.a. eftirfarandi.

*Heilkjarnungar
*Heilkjörnáungar
*Heilkjörpungar
*Heilkjörsungar

Þetta er eitt af fjölmörgum orðum sem maður getur farið orðavillt með. Ahh reyndar getur orðavillt einnig haft fleiri en eina merkingu ef út í það er farið.
Svona finnst mér tungumál einkar skemmtileg fyrirbæri og það væri nú gaman að sökkva sér einhvern tímann út í orðarugl þar sem maður finnur aðrar merkingar orðanna.
Mér finnst líka magnað að menn eiga í raun að geta lesið heilu greinarnar af rugluðum orðum ef bara fyrsti og síðasti stafur í hverju orði er á sínum stað.
Og annað sem mér finnst mjög skemmtilegt er hversu fjölbreytt orð geta verið, mynduð úr sömu stöfunum.

miðvikudagur, nóvember 08, 2006

Piano

Mamma var að koma með tölvutösku handa mér sem í var búnt af gömlum pianobókum sem ég hef verið að spila á seinustu árin.
Ég skoðaði pianohefti 1 og tvö, "píanó-leikur 2", A dozen a day I og II og piano lesson book 2 og 3 og 4 og upgrade, Richard Clayderman og að spila á píanói eftir eyranu og 16 auðveldustu verk Beethoven og miklu fleiri bækur og hefti. Svo fann ég eina klarinett bók eftir að ég hafði lært á Klarinett. En það sem mér fannst mjög athyglivert við þetta allt saman var að ég uppgötvaði að ég hef æft á piano í um 7 ár. Ég hef greinilega seinustu þrjú árin staðið í þeirri trú um að hafa bara spilað á piano í aðeins 4 ár en svo er nú ekki.

Þetta fannst mér merkilegasta uppgötvun dagsins í dag.

-Takk

mánudagur, nóvember 06, 2006

Eplaball

Uhh, já það var svolítið sérstakt kvöld. Það var alveg ægilega gaman að hitta stelpurnar og gjörsamlega miiiiiiissa sig í fjörinu.
Vildað kvennóböllin mín gætu verið fleiri...

Takk fyrir kvöldið!;)

miðvikudagur, nóvember 01, 2006

Snow patrol - Run

Ég ætlaði að blogga en ég nennti því ekki.

Það hefur eitthvað verið að dissa mig í dag og kannski í gær líka. Hef alveg náð að gleyma því inn á milli, svo kemur það upp aftur. Held það sé vegna einhverrar óreglu. Um daginn sagði ég frá því hvað ég væri eitthvað rugluð og tætt. Hélt ég væri komin yfir það en svo virðist sem það sé að hellast yfir mig aftur.
Er farin að huga að jólaprófunum. Í dag er1. nóvember og ég er í fyrsta skipti svo snemma farin að hugsa um komandi prófatíð. Ég er engan veginn kvíðin eða stressuð en mér finnst samt sem áður óþægileg tilfinning hvíla yfir komandi prófum. Puff...

Mér finnst leiðinlegt þegar fólk talar til mín eins og það sé verulega pirrað út í mig.. sérstaklega marga daga í röð. Það gerir mig pirraða og ósátta við mig sjálfa. Skoðaði stjörnuspána mína á mbl.is áðan og mér finnst það meika örlítinn sens.

,,Nautið er í eilífu ákvörðunarferli. Kannski er það orðið leitt á þessu og líklega að bíða þess tíma er enginn spyr það að neinu. Bráðum munu allir skilja til hvers er ætlast af þeim og spurningaflóðinu mun linna."

Brynhildur er upptekin þessa dagana. Vinsamlegast takið númer og bíðið þar til kemur að ykkur.

Takk fyrir.

Er ég að flýja raunveruleikann ?

þriðjudagur, október 24, 2006

Eintóm gleði og hamingja

Ég er komin með fartölvu þannig að ég þarf ekki lengur að fá Marissu tölvu lánaða.
Ahh bráðum verður sjálfstæði mínu fullkomlega náð. Bara að ég hefði tekið bílprófið fyrir löngu. Þá væri lífið sérdeilis auðveldara.
Myndir frá helginni sem var að líða er hægt að finna á síðunni hennar Fanneyjar eða beinir linkar:

Laugardalshöll 1
Laugardalshöll 2

Þetta er allt frekar steikt en mig langar að láta nokkar þær röffuðustu fylgja þessu bloggi




laugardagur, október 21, 2006

Brjálaða Binna

Fjúff... sem betur fer er ég aldrei kölluð það.

Síðastliðin vika hefur einnkennst af miklu stressi, litlum svefni og skemmtilegum atvikum þar á meðal. Flestir kennararnir mínir hafa skellt á okkur fyrirlestrum, prófum, ritgerðum og kjörbókum og það hefur alls ekki verið neitt auðvelt að vinna úr þessu öllu.
En ég ætla ekki að vera með neitt væl. Í gær komu til mín Guðrún, Hildur og Karen og við spiluðum Mr. & Mrs. spilið og höfðum bara kósí.
Sigrún vinkona mín hringdi líka í mig í vikunni og fékk mig til þess að vera "hármódel" á sýningunni, Konan, í Laugardalshöllinni. Fór og hitti stelpurnar sem voru memm í þessu (Andrea, Bryndís, Fanney, Sigrún, Tinna, Anna Bergljót, Íris og Arnheiður) í gær og við tókum netta æfingu. Þetta var allt saman gott og blessað nema það að pilsið sem ég átti að klæðast var svo sítt að ég steig á það og það kom gat. Reyndar bara á undirpilsið, sem betur fer.
Sýningin var svo í dag og á morgun fer ég aftur. Úff... hellings vinna.

En jájá svo í kvöld fer ég upp í mosó, örugglega í annað skiptið á ævinni sem ég fer þangað og kíki ekki heim til mín. Fer nefnilega til hennar Kæru Malínar með Aðalheiði og hitti nokkrar píur þar.. hlakka ekkert smá til þar sem ég hitti þessar stelpur eiginlega aldrei lengur..=
Jæja.. smá innskot inn í líf mitt bara..

Það sem ég lærði nýtt í dag er að það er ekki gott að standa á pinnahælum á palli í meira en 15 mínútur. Hvað þá að þurfa að labba meira en það.

Mynd sem ég tók áðan úr símanum hennar Marissu.

sunnudagur, október 15, 2006

Blátt Magic og skítug gluggakista

Ég sat hérna í nýju íbúðinni í fyrradag og hugsaði með mér hvenær flestir skildu sofa í heiminum.

Ég hef ekki ennþá fengið svar við þessari spurningu.


Fór á Árshátíð Skólafélagsins á fimmtudag og það var alveg fjör. Var bara eitthvað fáránlega dofin og þreytt um kvöldið að ég hefði getað sofnað standandi á dansgólfinu ef að fólk hefði ekki verið að ýta mér til á fullu.
Tók mér nokkur hlé og settist og horfði á hina dansa og skemmta sér. Mérr fannst samt eins og ég væri ekki þarna. Frekar eins og ég væri líðandi um í lausu lofti eins og gufa og enginn sæi mig. Það var svolítið skrýtin upplifun.
Svo kom einhver stelpa og leiddi mig upp á gólf og fór að dansa við mig.. Ég áttaði mig engan veginn á því hvað var að gerast.
Haustfríið var þessa helgi, frá fimmtudeginum þar til í dag og mér finnst ég ekki hafa haft neitt frí. Ekkert frekar en venjuleg helgi. Haustfríið mitt nýttist -murlega. já! ég sagði -MURLEGA! (þetta var óvart ásláttarvilla)

Uhh.. Ég er mjög ringluð og tætt þessa dagana.. veit ekki hvort það sé vegna flutninganna, sambandsleysis við foreldra, peningaleysi eða eitthvað annað.
En þetta er sossum ágætt líf þrátt fyrir allt.

Takk

mánudagur, október 02, 2006

Nýtt nýtt nýtt !!!

* Nýir fjölskyldumeðlimir næsta mánuðinn: Læða með 6 litla fjögurra vikna ógeðslega sæta kettlinga. Spennó!

* Suðrasonurinn okkar sem enginn vissi af nema mamma í heilt ár er kominn í bæinn. Verður sendur Norður á Hóla á morgun í tamningu. Spennó!

* Breytingar/kaflaskipti í lífi Brynhildar. Flyt frá mínu 17 ára gamla heimili í íbúð niður í bæ til Marissu á næstu vikum. Pælingin er sú að mútta og pápi flytji austur og Kári til ömmu og hið fyrr nefnda heimili verður líklega leigt út. Þetta er ein hugmyndin af mörgum. Semi Spennó! (semi er þarna bætt inn þar sem tilhugsunin um að allir séu að flytja og fjölskyldulífið verði þar með ekki eins normal og ætla mætti, hefur áhrif)

Myndir af kisum og Sölva Suðrasyni:

föstudagur, september 22, 2006

Slædsjóv2

jæjja nú er þetta komið. Ég hef verið að vinna í þessu núna í 3 tíma í dag og í langan tíma í gærkvöldi og loksins er þetta komið eins og ég er sáttur við þetta. Slædsjóvið með öllu fallega fólkinu er neðst ég síðunni þar sem ekki var pláss fyrir hana neins staðar annars staðar á síðunni.

Takk fyrir mig

fimmtudagur, september 21, 2006

slædsjóv

hef setið núna í rúma þrjá tíma fyrir framan þennan bloody tölvuskjá og sett inn myndir af einhverju af hinu fallega fólki í kringum mig :)

kann ekki alveg á þetta en prufa#1:

sunnudagur, september 17, 2006

Illa barin

Mig langaði að segja sögu þar sem ég hefði lennt í stórum slagsmálum við brjálaða stóra og fulla konu sem öskraði á mig og ætlaði að kýla mig en ég kýldi á undan svo hún varð ennþá æstari og hrinti mér og lamdi og ég væri öll útjöskuð.

Það væri skemmtileg saga sem sýndi hversu ógeðslega hörð ég er.

En sagan mín er sú að ég var að hjóla og klessti á gangstéttarkant og flaug inn í runna.
Ég ER öll útjöskuð.

Sú saga sýnir hvað ég er virkilega klaufsk og klunnaleg stundum.

fimmtudagur, september 14, 2006

Blogg

ég bloggaði..

En bloggið vildi ekki vera birt umheiminum og lokaði á mig.
ég er fúl.


Nýrri bloggsíðu hefur verið bætt inn undir Eðalbloggurum en eigandi síðunnar
er Berglind, kærasta frænda míns, Ásgeirs.
Endilega feel wild og skoðið síðuna hennar.
Hún er Verslingur.
Takk takk

fimmtudagur, ágúst 31, 2006

Úps.

Margt hefur drifið á daga mína og má þar helst segja frá vinnu, hefbundnum íslenskum helgum innan skemmtanalífsins og hesta. Tjahh... það er svona það helsta.
Ahh hestar ? Var sneðug að taka hest sem sumarkaup fyrir að temja hjá Ragnheiði nokkurri Hólastúdent. Var alveg ágætlega sátt við það... nema úps gleymdi að segja mömmu.

Það reddaðist svo allt saman... tveimur vikum síðar nema hvað. Daginn eftir að ég var búin að staðfesta það opinberlega að ég ætti nýjan hest er Menningarnótt haldin með pomp og prakt í Reykjavík og að lokinni dagskrá hin árleag flugeldasýning. Flugeldasýning með miklum sprengingum, blossum og hvellum. Flugeldasýning sem hrakti margan hestinn úr girðingum þar sem þeir voru á suarbeit hér í sveit. Þar á meðal hestinn minn en það endaði með þeim afleiðingum að hann hljóp upp á þjóðveg 1 og varð fyrir bíl. Úps ? tjahh... það hugsa kannski einhverjir sem áttu hlut að flugeldasýningunni. En það var ekki bara hesturinn minn sem dó heldur maður í bílnum sem ók á hann. Og nokkrir aðrir sem slösuðust.
Leiðinlegt já...

Fórum svo tveimur dögum seinna með Létti (hestinn) austur í Hvamm til að jarða hann. Smá erfidrykkja var haldin fyrir þennan heiðurshest og viðstaddir voru móðir mín, faðir og ég auk kærustu bróður míns.
Heyrðu.. bankar ekki uppá Herbert Guðmundsson! Goðsögn sölumannsins. Hinn margumtalaði og frækni Herbert mætir og ákveður frir okkar hönd að við ætlum að kaupa nokkrar bækur af honum. Og viti menn! Við fengum diskinn hans með öllum bestu smellunum í kaupauka! Gamlir góðir slagarar eins og já.. ég man ekki nöfnin.

Skólinn er byrjaður. Málabraut... hvað get ég sagt? Ég fýlana í tætlur. Og nei ég er ekki að gefast upp heldur að láta hið vitræna ráða.

Stórt kvöld í kvöld. Magni var atkvæðahæstur í keppninni Rockstar; Supernova. Skilst að kosningar hér á Íslandi hefðu tífaldast fyrir þessa kosningu, síðan í seinustu viku.
Flott hjá Íslandi, gefum okkur sjálfum gott klapp! Enn og aftur stendur þjóðin saman og styður við okkar mann sem er að meikaða í hinum stóra heimi. Þetta er hreinlega Magnað.

Góða nótt...

Nokkrar myndir