Jæja! Maður er búinn að bíða í örvæntingu eftir að umslag smjúgi inn um bréfalúguna. Umslag sem segir til um hvort maður komist inní tiltekinn skóla. Í mínu tilfelli var ég að bíða eftir svari frá Menntaskólanum í Reykjavík. Og viti menn! í gær kom móðir mín hálf hlaupandi inn í herbergið mitt til að segja mér stórfréttirnar í lífi mínu! Ég komst inn.
Er alveg þokkalega ánægð! Fegin en með smá vott af spennufalli eftir fréttirnar.
Vinnan er búin að vera rosalega átakanleg á stundum. Fólk flæðir inn og útum litla kofann sem hefur að geyma allt sem til þarf til að reiðskólinn gangi upp. Alltaf nýir krakkar sem um leið og maður kynnist, klára sína viku og koma aldrei aftur. Maður er nett að venjast þessu. Var fyrst að reyna að kunna öll nöfnin á krökkunum en það er algjörlega vonlaust þar sem þetta eru 35 - 40 krakkar á dag plús 4-12 fatlaðir, þroskaheftir eða á einhvern annan hátt sérstakir.
Ásgeir er kominn með nýjan benz á handlegginn. Eða fær hann eftir rúman mánuð. Svaka fréttir.
Fór eftir vinnu í dag út í garð með henni ömmu minni góðu. Misstum okkur í arfareitingi... og á morgun mætum við hressar og kátar og höldum áfram þar sem frá var horfið. Reyndar væri ágætt að hvíla smá "lúin bein".. eða í mínu tilfelli lúna vöðva sem eru að gera mér lífið leitt á degi hverjum.
Marissa er líklegast í Harvard núna. Annars veit ég ekkert hvar hún er í Ameríkunni!? Vona bara að hún skemmti sér alveg gríðarlega vel og hafi einhver spennandi verkefni fyrir stafni. Er farin að finna virkilega fyrir því hvað mig vantar hana til að fullkomna líf mitt! Og hér með vil ég opinbera það að ég Sakna Þín Ógeðslega, Marissa mín!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!
Allt að gerast á heimilinu! Systkini mín að flytja út og Marissa inn að sumarinu loknu :) Það verður æði!
En annars þakka ég bara fyrir mig og ætla að minna á að óskum nokkurra valinkunna drengja, á næstu helgi sem á að verða einhver draumur í dós fyrir hvern 10. Bekking í mosó sem útskrifaðist í júní 2005.
-Hittumst heil!
föstudagur, júní 24, 2005
fimmtudagur, júní 09, 2005
Heimurinn minn..?
Tók eitt af þessum prófum á netinu sem á að segja manni hvernig maður er. Eins og allir vita þá er þetta bara eintómt rugl og vitleysa en þetta getur orðið skemmtilegt.. held samt að þetta test sem átti að birtast hér að neðan sé eitthvað að klikka svo ég sýni það með aðeins öðruvísi móti...
How Good are you at Certain Things?
Name - Brynhildur
Age - 16
Favorite Color - Green
Nickname - Brynka
Sex - 73%
Romance - 43%
Self - Control - 5%
Kissing - 40%
Cuddling - 68%
Kinkiness - 18%
This QuickKwiz by KillianO - Taken 1469458 Times.
Annars segi ég fínt. Vinnan hófst í gær og ég og Sandra erum búnar að standa okkur alveg rosalega vel. Erum að vinna í reiðskólanum hjá Beggu hinni góðkunnu. Elías er búinn að vera að stjórna okkur nema hvað hann er alltaf upptekinn við að tala í símann þannig að við komumst lítið áfram. Samt afrekuðum við það í dag að rífa upp heila girðingu! Rúlla upp heilum helling af gaddavír og safna saman spýtnabraki og rusli. Í gær bárum við á hnakkana en hin eiginlega vinna byrjar á mánudag þar sem við verðum leiðbeinendur fyrir litla krakka sem fá að hoppa á bak aumingja hestunum sem starfa við skólann...
Samræmdu prófin gengu einnig vel. Ég er nokkuð ánægð miðað við hvað ég lagði litla vinnu í þetta allt saman. Meðaleinkunn 8 og hæsta einkunn 9.5 í Stærðfræðinni sem gekk vel bara vegna þess hvað Pétur er góður kennari. Nú er stefnan bara á MR og ætla ég að rúlla upp öllu. Þó veit ég að ég á eftir að skjóta mig sjálfa í fótinn þar sem ég er ekki búin að byggja mig vel upp seinustu árin.. Í menntaskóla þarf maður nefnilega að beita alvöru vinnubrögðum! Skilst mér allavega.. En ég læri þetta bara. Verð með Fartölvu mér við hönd og pikka hvert einasta orð sem kennararnir segja inná tölvuna og seifa inn á læst skjalasafn!
Svona er lífið í dag. Útskriftin á að vera eftir um það bil 40. mínútur og ég er ennþá í vinnugallanum þar sem ég var að hamast og djöflast til klukkan 18:00 og er hreinlega of þreytt til að lyfta peysunni yfir höfuðið..
Takk fyrir mig samt sem áður og ég lofa að blogga fljótlega aftur~=)
- Brynhildur
How Good are you at Certain Things?
Name - Brynhildur
Age - 16
Favorite Color - Green
Nickname - Brynka
Sex - 73%
Romance - 43%
Self - Control - 5%
Kissing - 40%
Cuddling - 68%
Kinkiness - 18%
This QuickKwiz by KillianO - Taken 1469458 Times.
Annars segi ég fínt. Vinnan hófst í gær og ég og Sandra erum búnar að standa okkur alveg rosalega vel. Erum að vinna í reiðskólanum hjá Beggu hinni góðkunnu. Elías er búinn að vera að stjórna okkur nema hvað hann er alltaf upptekinn við að tala í símann þannig að við komumst lítið áfram. Samt afrekuðum við það í dag að rífa upp heila girðingu! Rúlla upp heilum helling af gaddavír og safna saman spýtnabraki og rusli. Í gær bárum við á hnakkana en hin eiginlega vinna byrjar á mánudag þar sem við verðum leiðbeinendur fyrir litla krakka sem fá að hoppa á bak aumingja hestunum sem starfa við skólann...
Samræmdu prófin gengu einnig vel. Ég er nokkuð ánægð miðað við hvað ég lagði litla vinnu í þetta allt saman. Meðaleinkunn 8 og hæsta einkunn 9.5 í Stærðfræðinni sem gekk vel bara vegna þess hvað Pétur er góður kennari. Nú er stefnan bara á MR og ætla ég að rúlla upp öllu. Þó veit ég að ég á eftir að skjóta mig sjálfa í fótinn þar sem ég er ekki búin að byggja mig vel upp seinustu árin.. Í menntaskóla þarf maður nefnilega að beita alvöru vinnubrögðum! Skilst mér allavega.. En ég læri þetta bara. Verð með Fartölvu mér við hönd og pikka hvert einasta orð sem kennararnir segja inná tölvuna og seifa inn á læst skjalasafn!
Svona er lífið í dag. Útskriftin á að vera eftir um það bil 40. mínútur og ég er ennþá í vinnugallanum þar sem ég var að hamast og djöflast til klukkan 18:00 og er hreinlega of þreytt til að lyfta peysunni yfir höfuðið..
Takk fyrir mig samt sem áður og ég lofa að blogga fljótlega aftur~=)
- Brynhildur
þriðjudagur, júní 07, 2005
Grunnskólinn að baki
Jáh þótt ótrúlegt sé að hugsa sér það að maður er búinn með grunnskólann þá er það dagsatt.
Samræmdu prófin komu vel út hjá mér. Hæst í stærðfræði með 9.5. =)
Svo er þetta bara búið að ganga upp og ofan. Á maður að fara að segja einkunnirnar hér? Ég veit ekki. En meðaleinkunnin var allavega 8. Mamma lofaði mér fartölvu þannig ég bíð bara spennt eftir henni.
En það er ekki allt búið þó að skólinn sé það. Sumarið tekur við og vinnan. Ég verð að þessu sinni að vinna hjá Beggu með reiðskólann. Vona að það verði gaman. Sandra verður þarna líka svo þetta verður fjör. Ég læt mér það að kenningu verða að sækja ekki um neinstaðar... það átti að gerast en einhvern veginn tókst mér að sleppa því. Nema hvað ég keyrði framhjá húsasmiðjunni og ákvað þá bara í leiðinni að sækja um. En svona er þetta.
Ég er farin að hlakka allverulega til sumarsins og vil nota hverja einustu mínútu til hins ýtrasta. Í dag er ég búin að eyða deginum með góðum vini mínum, Matthíasi.
Samræmdu prófin komu vel út hjá mér. Hæst í stærðfræði með 9.5. =)
Svo er þetta bara búið að ganga upp og ofan. Á maður að fara að segja einkunnirnar hér? Ég veit ekki. En meðaleinkunnin var allavega 8. Mamma lofaði mér fartölvu þannig ég bíð bara spennt eftir henni.
En það er ekki allt búið þó að skólinn sé það. Sumarið tekur við og vinnan. Ég verð að þessu sinni að vinna hjá Beggu með reiðskólann. Vona að það verði gaman. Sandra verður þarna líka svo þetta verður fjör. Ég læt mér það að kenningu verða að sækja ekki um neinstaðar... það átti að gerast en einhvern veginn tókst mér að sleppa því. Nema hvað ég keyrði framhjá húsasmiðjunni og ákvað þá bara í leiðinni að sækja um. En svona er þetta.
Ég er farin að hlakka allverulega til sumarsins og vil nota hverja einustu mínútu til hins ýtrasta. Í dag er ég búin að eyða deginum með góðum vini mínum, Matthíasi.
föstudagur, maí 20, 2005
It's Been A While
Halló fólk. Veit að það er alveg skuggalega langt síðan það var bloggað síðast
Samræmdu prófunum lauk á miðvikudaginn þann 18. maí. Vei loksins. Skrýtið að ég kveið ekkert fyrir þetta. Ég hlakkaði bara meira til að þetta væri allt búið =)
En jæja.. heyrðu já vinkonur mínar voru að keppa seinustu helgi og stóðu sig eins og alltaf með prýði!
Dóra vann fjórganginn og var í öðru sæti í töltinu.
Sigga var í 3. sæti í töltinu og 4. í fjórgang.
Tinna var hinsvegar í 3. sæti í fjórgangnum. ;) stolt af ykkur stelpur mínar.
Reið með Aðalheiði niður í Fák á miðvikudaginn eftir náttúrufræðiprófið. Var víst of sein að koma mér í þessa óvissuferð á vegum bólsins.
Samræmdu prófunum lauk á miðvikudaginn þann 18. maí. Vei loksins. Skrýtið að ég kveið ekkert fyrir þetta. Ég hlakkaði bara meira til að þetta væri allt búið =)
En jæja.. heyrðu já vinkonur mínar voru að keppa seinustu helgi og stóðu sig eins og alltaf með prýði!
Dóra vann fjórganginn og var í öðru sæti í töltinu.
Sigga var í 3. sæti í töltinu og 4. í fjórgang.
Tinna var hinsvegar í 3. sæti í fjórgangnum. ;) stolt af ykkur stelpur mínar.
Reið með Aðalheiði niður í Fák á miðvikudaginn eftir náttúrufræðiprófið. Var víst of sein að koma mér í þessa óvissuferð á vegum bólsins.
En þetta var alveg ágætis ferð til að koma hestunum í form. Fór svo í kjötsúpureið með Marissu í gær. Þegar við vorum komnar þurftum við að borga fyrir súpuna. Pabbi Söndru splæsti á okkur. Allt liðið úr Mosó var þarna saman komið vel í glasi og söng og dansaði eins og hestamönnum einum er líkt ;P
Riðum svo bara heim og eftir þessar tvær löngu ferðir er ég með ónýtan afturenda. Húðin gjörsamlega nuddaðist í burtu og á hnjánum og kálfunum er ég með stór brunasár. Ekki gott...
Nú er ég hjá Matthíasi. Við vorum að horfa á myndina National Treasure =}
Ég hef kannski ekki mikið vit á bíómyndum en mér fannst þessi bara góð skemmtun. Þetta kveikti óneytanlega áhuga minn um sagnfræði. Nú erum við búin að skipuleggja bókasafnsferðir þar sem við ætlum að hittast öll þriðjudagskvöld og lesa okkur til um sögu heimsins.
Ég hef ekki verið dugleg við að blogga seinustu misseri en ætla að reyna að bæta úr því svo að daglegir gestir á þessari síðu.... ef það er einhver... bíðið bara!
laugardagur, maí 07, 2005
Lífið er yndislegt!
Dagurinn í dag.
Kisi er hress, finnst alveg æðislegt að sitja uppá stillas sem stendur á planinu okkar. Baða sig í sólinni og sjá yfir konungríkið sem hann vakir yfir.
Fór á hestbak í gær og það var gaman. Prófaði Loka minn sem ég fékk í fermingargjöf. Hann er svo mikið krútt! Algjör töffari =) Alveg æði! Ætla að láta mynd fylgja
http://mblog.is/mblog/image?imageid=268744&type=IMAGE/JPEG
Þetta er Sumsé Loki þarna lengst til vinstri.
Körfubolti er skemmtileg íþrótt. Man þegar ég var lítil spilaði ég stundum körfubolta með systkinum mínum og fleiri krökkum úr götunni. Það var gaman. Svo var ég alveg að owna í körfubolta í íþróttum í vetur. Svaðalegt! Er svo líka búin að kynnast mörgum nýlega sem hafa áhuga á körfubolta. Það er fínt.
Heyrðu ég fékk alveg æðislegar afmælisgjafir frá mínum bestu vinum =)
Vil endilega þakka fyrir þær hér ;)
Var að læra undir samræmda íslenskuprófið áðan. Rifja upp hætti og myndir og ætlaði að beygja sögnina að prumpa i kennymyndum.
Önni hér sérfræðingur beygði þetta svo fyrir mig og út kom..
ég prumpa
ég pramp
við prumpum
við hofum prompið
En ætla að láta hendur standa fram úr ermum. Leigði mér dönsku myndina "Festen" í gær og ætla að horfa á hana mér til yndisauka.
En ekki gleyma að lífið er yndislegt!
Gangi öllum í 10. bekk alveg gríðarlega vel í prófunum!;)
Kisi er hress, finnst alveg æðislegt að sitja uppá stillas sem stendur á planinu okkar. Baða sig í sólinni og sjá yfir konungríkið sem hann vakir yfir.
Fór á hestbak í gær og það var gaman. Prófaði Loka minn sem ég fékk í fermingargjöf. Hann er svo mikið krútt! Algjör töffari =) Alveg æði! Ætla að láta mynd fylgja
http://mblog.is/mblog/image?imageid=268744&type=IMAGE/JPEG
Þetta er Sumsé Loki þarna lengst til vinstri.
Körfubolti er skemmtileg íþrótt. Man þegar ég var lítil spilaði ég stundum körfubolta með systkinum mínum og fleiri krökkum úr götunni. Það var gaman. Svo var ég alveg að owna í körfubolta í íþróttum í vetur. Svaðalegt! Er svo líka búin að kynnast mörgum nýlega sem hafa áhuga á körfubolta. Það er fínt.
Heyrðu ég fékk alveg æðislegar afmælisgjafir frá mínum bestu vinum =)
Vil endilega þakka fyrir þær hér ;)
Var að læra undir samræmda íslenskuprófið áðan. Rifja upp hætti og myndir og ætlaði að beygja sögnina að prumpa i kennymyndum.
Önni hér sérfræðingur beygði þetta svo fyrir mig og út kom..
ég prumpa
ég pramp
við prumpum
við hofum prompið
En ætla að láta hendur standa fram úr ermum. Leigði mér dönsku myndina "Festen" í gær og ætla að horfa á hana mér til yndisauka.
En ekki gleyma að lífið er yndislegt!
Gangi öllum í 10. bekk alveg gríðarlega vel í prófunum!;)
miðvikudagur, maí 04, 2005
Læra Afmæli Læra!
Samræmd próf
Komst að því fyrir tveimur dögum að mamma og pabbi ætla að yfirgefa mig á afmælisdaginn minn til að fara til London.
Ekki nóg með það að þau verða eigi hér á mínum 16 ára afmælisdegi, heldur verða þau ekki viðstödd til að halda í mér lífinu fyrstu tvö samræmduprófin. Hvernig geta þau gert manni þetta!?!?!:O Aldrei til staðar þegar þeirra er loksins þörf.
Þetta hefur valdið alveg ágætis áfalli þar sem ég þarf þá, fyrir utan að læra eins og brjálæðingur seinustu daga áður en prófin skella á, að sjá um 7 hesta sem bíða eftir að vera hreyfðir, látnir út og fá að borða. Jei. Spennandi dagskrá framundan alveg hreint!
En svona er bara lífið ekki satt? Býður upp á margt óvænt á hverjum degi sem líður.
Er að reyna að undirbúa mig undir þessi próf. Svo mikið gert úr þeim, að mér finnst, en samt líður mér eins og ég eigi aldrei að standa mig nógu vel í þeim!
Þetta er það sem ruglar mig aðallega í rýminu. Rosalegt sjálfsálit eins og ég eigi eftir að rústa þessu á milli þess sem mér finnst eins og ég eigi eftir að falla.
Langar í rauninni bara að ljúka þessu af svo þetta verði afstaðið og þá fer þessi langvarandi þreyta, mæði og leti. -Vonandi.
Veit samt ekki með letina. Hún er yfirleitt alltaf í sama hámarki.
Pianoprófi var frestað fram í lok maí. Svo ég geti haft eitthvað mér til dundurs eftir prófin.
Reyndar bara af því að ég hef ekki nennt að æfa mig svo að ég hafi fullkomnað verkin sem ég á að spila
Afmæli á morgun og það verður gaman.
Veit samt ekki hvort maður eigi að halda eitthvað uppá það fyrr en seinna.
Hef bara eitthvað sprell. Nettan dag. Frídagur, afmæli en þarf að læra örugglega mest allan daginn.
Jíííí
En þetta er orðið fínt.
Vonum bara að þetta blessist allt!~=)
Brynhildur
Komst að því fyrir tveimur dögum að mamma og pabbi ætla að yfirgefa mig á afmælisdaginn minn til að fara til London.
Ekki nóg með það að þau verða eigi hér á mínum 16 ára afmælisdegi, heldur verða þau ekki viðstödd til að halda í mér lífinu fyrstu tvö samræmduprófin. Hvernig geta þau gert manni þetta!?!?!:O Aldrei til staðar þegar þeirra er loksins þörf.
Þetta hefur valdið alveg ágætis áfalli þar sem ég þarf þá, fyrir utan að læra eins og brjálæðingur seinustu daga áður en prófin skella á, að sjá um 7 hesta sem bíða eftir að vera hreyfðir, látnir út og fá að borða. Jei. Spennandi dagskrá framundan alveg hreint!
En svona er bara lífið ekki satt? Býður upp á margt óvænt á hverjum degi sem líður.
Er að reyna að undirbúa mig undir þessi próf. Svo mikið gert úr þeim, að mér finnst, en samt líður mér eins og ég eigi aldrei að standa mig nógu vel í þeim!
Þetta er það sem ruglar mig aðallega í rýminu. Rosalegt sjálfsálit eins og ég eigi eftir að rústa þessu á milli þess sem mér finnst eins og ég eigi eftir að falla.
Langar í rauninni bara að ljúka þessu af svo þetta verði afstaðið og þá fer þessi langvarandi þreyta, mæði og leti. -Vonandi.
Veit samt ekki með letina. Hún er yfirleitt alltaf í sama hámarki.
Pianoprófi var frestað fram í lok maí. Svo ég geti haft eitthvað mér til dundurs eftir prófin.
Reyndar bara af því að ég hef ekki nennt að æfa mig svo að ég hafi fullkomnað verkin sem ég á að spila
Afmæli á morgun og það verður gaman.
Veit samt ekki hvort maður eigi að halda eitthvað uppá það fyrr en seinna.
Hef bara eitthvað sprell. Nettan dag. Frídagur, afmæli en þarf að læra örugglega mest allan daginn.
Jíííí
En þetta er orðið fínt.
Vonum bara að þetta blessist allt!~=)
Brynhildur
fimmtudagur, apríl 28, 2005
2 Vikur
Það er alveg ótrúlegt hvað tíminn líður.
Hann líður hjá eins og eldur í synu.
Talandi um synu. Um daginn tók einhver uppá því að kveikja í synunni bakvið selið í skólanum og þessi rosa bruni kom upp. Reykur um allt og litlir krakkar fóru að velta sér í öskunni þegar búið var að slökkva.
Sá sem kveikti í þessu vinsamlegast gefi sig fram þar sem einhver þarf að borga slökkvibílakostnaðinn :O
Heyrðu svo var aftur hérna íþróttafræðistund í dag.
Við Dagbjört ákváðum að reyna að hækka einkunnina okkar aðeins vegna lélegrar frammistöðu við kennslu. Vorum sumsé að kenna litlum leikskólakrökkum sem bíða spenntir eftir því að byrja í grunnskóla á næsta ári, þann hinn sama og ég er loksins að fara að yfirgefa.
Stefni á MR á næsta ári. Það verður spennandi hvernig sumarið verður en það er best að hugsa ekki of langt fram í tímann heldur að einbeita sér að því sem er að gerast núna. Annars verður bara ekkert úr framtíðinni :O
Klukkan er orðin margt. Ég nýkomin heim og enginn annar í húsinu nema Kisi minn.
Ákveð þess vegna að æfa mig á pianoið og fékk pínu útrás. Sem minnir mig á það að ég á að fara að taka stigspróf á laugardaginn. Ekki tilbúin. Ætla að fresta því þangað til eftir samræmdu. Svo ég sé laus við það vesen.
En svona er lífið dásamlegt! Tók mér tveggja tíma stund með mínum heittelskaða hesti áðan. Ánægjuleg kvöldstund. Röltum niður götuna og horfðum á sólarlagið. Awww...
Mót um helgina og langar að keppa. Býst samt ekki við neinu þar sem hesturinn minn er ekki í nógri þjálfun. Sé til.
En ætla að hafa þetta fínt.
Takk fyrir mig
Brynkan...
Hann líður hjá eins og eldur í synu.
Talandi um synu. Um daginn tók einhver uppá því að kveikja í synunni bakvið selið í skólanum og þessi rosa bruni kom upp. Reykur um allt og litlir krakkar fóru að velta sér í öskunni þegar búið var að slökkva.
Sá sem kveikti í þessu vinsamlegast gefi sig fram þar sem einhver þarf að borga slökkvibílakostnaðinn :O
Heyrðu svo var aftur hérna íþróttafræðistund í dag.
Við Dagbjört ákváðum að reyna að hækka einkunnina okkar aðeins vegna lélegrar frammistöðu við kennslu. Vorum sumsé að kenna litlum leikskólakrökkum sem bíða spenntir eftir því að byrja í grunnskóla á næsta ári, þann hinn sama og ég er loksins að fara að yfirgefa.
Stefni á MR á næsta ári. Það verður spennandi hvernig sumarið verður en það er best að hugsa ekki of langt fram í tímann heldur að einbeita sér að því sem er að gerast núna. Annars verður bara ekkert úr framtíðinni :O
Klukkan er orðin margt. Ég nýkomin heim og enginn annar í húsinu nema Kisi minn.
Ákveð þess vegna að æfa mig á pianoið og fékk pínu útrás. Sem minnir mig á það að ég á að fara að taka stigspróf á laugardaginn. Ekki tilbúin. Ætla að fresta því þangað til eftir samræmdu. Svo ég sé laus við það vesen.
En svona er lífið dásamlegt! Tók mér tveggja tíma stund með mínum heittelskaða hesti áðan. Ánægjuleg kvöldstund. Röltum niður götuna og horfðum á sólarlagið. Awww...
Mót um helgina og langar að keppa. Býst samt ekki við neinu þar sem hesturinn minn er ekki í nógri þjálfun. Sé til.
En ætla að hafa þetta fínt.
Takk fyrir mig
Brynkan...
þriðjudagur, apríl 26, 2005
Óð Fluga
Hææ!
Heyrðu mig langaði alveg óskaplega að byrja aftur með þessa síðu þar sem hún er með svona öðruvísi móti en gamla folk síðan.
Ætla að reyna að vera dugleg með þetta.
Gerði annars lítið í dag. Fór bara í aukatíma í stærðfræði og svon reiðtíma sem gekk svona líka stórkostlega! Léttir minn loksins farinn að gera eitthvað rétt.
Samræmdu að nálgast óðfluga. Veit ekki hvort ég eigi eftir að standa mig í þeim. hef komist upp með það að læra lítið heima en gengið samt ágætlega í prófum, en svo er maður alveg að klúðra öllu núna undanfarið.
Var allsekki sátt með dönskuprófið, gamalt samræmdu sem ég tók um daginn...
En þetta er ekkert til að tala um.
Vona bar að einhver hafi ánægju af því að lesa litlu bloggin mín.
Takk fyrir mig
Brynhildur
Heyrðu mig langaði alveg óskaplega að byrja aftur með þessa síðu þar sem hún er með svona öðruvísi móti en gamla folk síðan.
Ætla að reyna að vera dugleg með þetta.
Gerði annars lítið í dag. Fór bara í aukatíma í stærðfræði og svon reiðtíma sem gekk svona líka stórkostlega! Léttir minn loksins farinn að gera eitthvað rétt.
Samræmdu að nálgast óðfluga. Veit ekki hvort ég eigi eftir að standa mig í þeim. hef komist upp með það að læra lítið heima en gengið samt ágætlega í prófum, en svo er maður alveg að klúðra öllu núna undanfarið.
Var allsekki sátt með dönskuprófið, gamalt samræmdu sem ég tók um daginn...
En þetta er ekkert til að tala um.
Vona bar að einhver hafi ánægju af því að lesa litlu bloggin mín.
Takk fyrir mig
Brynhildur
mánudagur, nóvember 01, 2004
Halló halló
Góða kvöldið.
Var að uppgötva það að salatið sem ég hef borðað með steiktum fiski síðan ég man eftir mér þekkja ekki allir.
Mamma var að segja mér að amma hefði búið þetta bara til. :O
ótrúlegt.! Rifnar Gulrætur, rófur og rúsínur og svo bituð epli og appelsínur saman sett =D Mér ffannst skrýtið að fólk vissi ekkert hvað ég var að tala um þegar ég var í heimilisfræði einn daginn..:S
Hehh.. svoldið kjánalegt.
Allavega.. Skólinn byrjaði á ný í dag. Það var fínt marr.. ekkert erfiði eða púl.! Átti samt erfitt með einbeitingu og þegar ég kom heim var svo miklu betra að læra það sem ég átti eftir.! Engin truflun eða neitt... eða var reyndar hjá Matta og systir hans var grenjandi allann tímann og Hann labbandi um að tala við mig en samt meira við sjálfann sig í counter-strike. Hehehe var ekkert á því að svara honum af því að ég gleymdi mér bara alveg í lærdómnum.!;P
Gaman að því.. það er víst bara gaman að læra þegar maður pælir í því.!:O vííí.!
Var að uppgötva það að salatið sem ég hef borðað með steiktum fiski síðan ég man eftir mér þekkja ekki allir.
Mamma var að segja mér að amma hefði búið þetta bara til. :O
ótrúlegt.! Rifnar Gulrætur, rófur og rúsínur og svo bituð epli og appelsínur saman sett =D Mér ffannst skrýtið að fólk vissi ekkert hvað ég var að tala um þegar ég var í heimilisfræði einn daginn..:S
Hehh.. svoldið kjánalegt.
Allavega.. Skólinn byrjaði á ný í dag. Það var fínt marr.. ekkert erfiði eða púl.! Átti samt erfitt með einbeitingu og þegar ég kom heim var svo miklu betra að læra það sem ég átti eftir.! Engin truflun eða neitt... eða var reyndar hjá Matta og systir hans var grenjandi allann tímann og Hann labbandi um að tala við mig en samt meira við sjálfann sig í counter-strike. Hehehe var ekkert á því að svara honum af því að ég gleymdi mér bara alveg í lærdómnum.!;P
Gaman að því.. það er víst bara gaman að læra þegar maður pælir í því.!:O vííí.!
sunnudagur, október 24, 2004
Hvammsferð
Vaknaði kl níu í morgun við öskurapana þau mömmu og pabba.
Þau ætluðu austur og þurftu endilega að draga mig með.!
Jæja.. þetta var ekkert svo slæmt, heilsaði fólkinu bara, borðaði ágætis mat og hafði bara gaman af því að hafa Klöru (köttinn þeirra) hangandi á öxlinni meiri hluta dagsins.
Við Marissa ætluðum að vera duglegar að læra en það er algjörlega vonlaust þegar maður er truflaður svona mikið plús það að það var MYNDAVÉl þarna og við báðar eitthvað að farast, misstum okkur svo í einkurju flippi en þetta var svo allt bara misheppnaðar myndir eftir allt.
Tókum nokkrar skemmtilegar myndir þegar við vorum eitthvað að einhverfast Atli fór í peysuna mína sem var alveg vel þröng á hann og dansaði svo eins og einkur algjör hommi með perrasvipinn sinn!:D ojjj hehehe Svo var ég í einkurri silkuskyrtu með leðurbindi og í leðurjakkanum hans Arnar pabba strákanna. Var með svona Harley Davidson drehúfu og gleraugu alveg að fýla mig :D;P hehehe. blalalala
En jáhh þetta var alveg ágætt.
Var svo hjá Matta í gær og uppgötvaði að hann var búinn að installa GTA VC hehe og ég eitthvað hooooo nei í alvöru!!:O alveg þvílíkt happy og ætlaði í hann og svo þurfti hann að vera með sína frekju ;):P og byrja á undan mér og eitthvað blibli. Urðu alveg þvílík slagsmál þetta kvöld um þennan leik :D;* Geggjuð snilld :P Svo þurfti ég að reka olnbogann minn í olnbogann á honum og ég er með svona lika feita kúlu á Olnboganum og verkjar í hann..=En það skiptir voða litlu hehe þetta var bara gaman^o):P og jáhh víííí..!!!
Þau ætluðu austur og þurftu endilega að draga mig með.!
Jæja.. þetta var ekkert svo slæmt, heilsaði fólkinu bara, borðaði ágætis mat og hafði bara gaman af því að hafa Klöru (köttinn þeirra) hangandi á öxlinni meiri hluta dagsins.
Við Marissa ætluðum að vera duglegar að læra en það er algjörlega vonlaust þegar maður er truflaður svona mikið plús það að það var MYNDAVÉl þarna og við báðar eitthvað að farast, misstum okkur svo í einkurju flippi en þetta var svo allt bara misheppnaðar myndir eftir allt.
Tókum nokkrar skemmtilegar myndir þegar við vorum eitthvað að einhverfast Atli fór í peysuna mína sem var alveg vel þröng á hann og dansaði svo eins og einkur algjör hommi með perrasvipinn sinn!:D ojjj hehehe Svo var ég í einkurri silkuskyrtu með leðurbindi og í leðurjakkanum hans Arnar pabba strákanna. Var með svona Harley Davidson drehúfu og gleraugu alveg að fýla mig :D;P hehehe. blalalala
En jáhh þetta var alveg ágætt.
Var svo hjá Matta í gær og uppgötvaði að hann var búinn að installa GTA VC hehe og ég eitthvað hooooo nei í alvöru!!:O alveg þvílíkt happy og ætlaði í hann og svo þurfti hann að vera með sína frekju ;):P og byrja á undan mér og eitthvað blibli. Urðu alveg þvílík slagsmál þetta kvöld um þennan leik :D;* Geggjuð snilld :P Svo þurfti ég að reka olnbogann minn í olnbogann á honum og ég er með svona lika feita kúlu á Olnboganum og verkjar í hann..=En það skiptir voða litlu hehe þetta var bara gaman^o):P og jáhh víííí..!!!
föstudagur, október 22, 2004
Blalalalalalla
Tók eftir því að seinustu tvö blogg byrjuðu víst á sama hátt og ætlaði bara að passa að byrja ekki þriðja bloggið á sama hátt.
Var eitthvað hangandi í gær þegar Matti stakk uppá því að leigja spólu. Rölti upp í Snæland og í nokkurn tíma stóðum við þarna og rifumst um hvaða myndir yrðu fyrir valinu.
Tókum svo Troy og einkurja aðra mynd sem ég man ekki eitthvað.. time* eitthvað man ekki hvað. Var í smá svona eyðslu stuði og keypti mér ís og fór svo á Subway en það kostaði mig bara 150 kr. þar sem ég var með svona kort og keypti bara Sptrite og eitthvað jeij, en sleppum díteilunum. Fórum eitthvað aðeins til mín að hommast, ég eitthvað að spila á pianoið og læti.. jee á alveg framtíðina fyrir mér í essu..^o)
En svo bara fórum við að sækja Fanney og horfðum svo á Troy sem ég var búin að sjá og eitthvað blibli..
Svo um kvöldið sá ég að ég var búin að TÝNA SÍMANUM MÍNUM!!! :'( Sorg ójá.. algjör sorg og blóm og athöfn og.. jáhh eða nei ekki alveg..^o) úff... Fór bara í counter-strike til að fá útrás.. heh.
En já týndi sumsé símanum mínum og hann þurfti endilega að taka uppá því að vera batterís laus akkúrat þennan dag! Þannig það dró úr líkunum til að finna hann aftur. Gæti verið í strætó eða hvar sem er.!:O Bara ef einhver rekst á síma þá bara að láta mig vita..ô) jeij.. heh
Helgin á að leggjast bara ágætlega í mig. Ætlað eyða líklega meiri hluta hennar með honum Matthíasi og eitthvað jeij grr...^o) meoW*
Ætla að lauma einkurju skóladóti með þar sem ég læri best þarna..:S Jíj!! Það verður bara partý hjá okkur Matta og Fanneyju hehehe yeah* en jámm.. æji nenni ekki að skrifa neitt meir..8-)
Bara.. Later.!;P blehh..
Brynhildur
Tók eftir því að seinustu tvö blogg byrjuðu víst á sama hátt og ætlaði bara að passa að byrja ekki þriðja bloggið á sama hátt.
Var eitthvað hangandi í gær þegar Matti stakk uppá því að leigja spólu. Rölti upp í Snæland og í nokkurn tíma stóðum við þarna og rifumst um hvaða myndir yrðu fyrir valinu.
Tókum svo Troy og einkurja aðra mynd sem ég man ekki eitthvað.. time* eitthvað man ekki hvað. Var í smá svona eyðslu stuði og keypti mér ís og fór svo á Subway en það kostaði mig bara 150 kr. þar sem ég var með svona kort og keypti bara Sptrite og eitthvað jeij, en sleppum díteilunum. Fórum eitthvað aðeins til mín að hommast, ég eitthvað að spila á pianoið og læti.. jee á alveg framtíðina fyrir mér í essu..^o)
En svo bara fórum við að sækja Fanney og horfðum svo á Troy sem ég var búin að sjá og eitthvað blibli..
Svo um kvöldið sá ég að ég var búin að TÝNA SÍMANUM MÍNUM!!! :'( Sorg ójá.. algjör sorg og blóm og athöfn og.. jáhh eða nei ekki alveg..^o) úff... Fór bara í counter-strike til að fá útrás.. heh.
En já týndi sumsé símanum mínum og hann þurfti endilega að taka uppá því að vera batterís laus akkúrat þennan dag! Þannig það dró úr líkunum til að finna hann aftur. Gæti verið í strætó eða hvar sem er.!:O Bara ef einhver rekst á síma þá bara að láta mig vita..ô) jeij.. heh
Helgin á að leggjast bara ágætlega í mig. Ætlað eyða líklega meiri hluta hennar með honum Matthíasi og eitthvað jeij grr...^o) meoW*
Ætla að lauma einkurju skóladóti með þar sem ég læri best þarna..:S Jíj!! Það verður bara partý hjá okkur Matta og Fanneyju hehehe yeah* en jámm.. æji nenni ekki að skrifa neitt meir..8-)
Bara.. Later.!;P blehh..
Brynhildur
fimmtudagur, október 21, 2004
hi..!
Jeij ok þetta Date-ball varð mér verulega fyrir vonbrigðum. Hélt að 200þús. naglbítar væru betri en þetta. En þetta var ágætt.. jájá, en er svoldið sammála mér um það að það var alltof mikið af litlu fólki þarna!!:
Maður fékk bara minnimáttarkennd.. eða ég þarf sem ég er ekki mikil manneskja í mér.
Dagurinn í dag mun örugglega ekki vera mjög tilbreytingamikill..
Er farin að verða alvarlega löt og úrill á óhenntugum tímum. Ef það eru til henntugir tímar fyrir svoleiðis..?
Aron frændi minn var svo duglegur og indæll að hjálpa mér með að setja upp þetta blogg þar sem ég var ekki alveg að fatta hvað maður ætti að gera og í stað þess að blogga hef ég búið til óendanlega mörg ný blogg. :S
Þetta er allt að koma og ef ég nenni þá held ég að það gæti eitthvað orðið úr þessari síðu. En það er náttúrulega bara persónubundið hvað fólki finnst. Jáhh.. hef þetta bara fínt í dag..
Brynhildur.
Maður fékk bara minnimáttarkennd.. eða ég þarf sem ég er ekki mikil manneskja í mér.
Dagurinn í dag mun örugglega ekki vera mjög tilbreytingamikill..
Er farin að verða alvarlega löt og úrill á óhenntugum tímum. Ef það eru til henntugir tímar fyrir svoleiðis..?
Aron frændi minn var svo duglegur og indæll að hjálpa mér með að setja upp þetta blogg þar sem ég var ekki alveg að fatta hvað maður ætti að gera og í stað þess að blogga hef ég búið til óendanlega mörg ný blogg. :S
Þetta er allt að koma og ef ég nenni þá held ég að það gæti eitthvað orðið úr þessari síðu. En það er náttúrulega bara persónubundið hvað fólki finnst. Jáhh.. hef þetta bara fínt í dag..
Brynhildur.
miðvikudagur, október 20, 2004
humm...
Jeij ok er ekki viss með þetta.. er bara að læra á þetta en hef Eiginlega engann tíma til þess í kvöld þar sem ég er að fara á Date-Ballið í Hlégarði.. og eitthvað jeij.
Ætlum nokkur að mæta til Sölku Völku og hafa smá svona forpartý* eins og ég kýs að kalla það. Ætlum bara að taka okkur til þar og panta pizzu og eitthvað svona í okkar sakleysi.
Svo verður bara þetta blessaða Dansiball, 200þús. Naglbítar ætla að vera á svæðinu og halda uppi fjörinu. Mér skilst samt að það eigi einhvern lítil hljómsveit að hita upp fyrir þá. Er samt ekki viss um að það verði nokkur.
En já.. vonandi verður þetta bara gaman.
Takk takk
Brynhildur..
Ætlum nokkur að mæta til Sölku Völku og hafa smá svona forpartý* eins og ég kýs að kalla það. Ætlum bara að taka okkur til þar og panta pizzu og eitthvað svona í okkar sakleysi.
Svo verður bara þetta blessaða Dansiball, 200þús. Naglbítar ætla að vera á svæðinu og halda uppi fjörinu. Mér skilst samt að það eigi einhvern lítil hljómsveit að hita upp fyrir þá. Er samt ekki viss um að það verði nokkur.
En já.. vonandi verður þetta bara gaman.
Takk takk
Brynhildur..
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)