föstudagur, mars 30, 2007

Nei þetta eru hetjur!

Björn Reynir
Maggi Lú
Hilmar

MR liðið í Gettu betur náði loksins hljóðnemanum heim!!
TIL HAMINGJU!
MR > mk
29 > 27

miðvikudagur, mars 28, 2007

Hetja

Ég var að skoða blogg hjá félaga mínum sem var að tala um hvað hægt væri að finna á youtube.

Ég fann eitt sem mér fannst heldur hallærislegt í byrjun en svo horfði ég á myndband sem kom á eftir þessu fyrra og sjáið bara, þetta er snilld:

Stelpan sem fannst ógeðslega asnalegt að vera með kaldhæðin myndbönd á jútjúb

Svör frá þeim sem horfðu á myndbandið:



sunnudagur, mars 25, 2007

FRAMTÍÐARLANDIÐ.IS

Um daginn festist ég í hörku rökræðum við félaga minn um stækkun álversins í straumsvík. Honum finnst í lagi að stækkunin eigi sér stað í þeim skilningi að bygging Álvers í Helguvík verði ekki hafin.
Það er rangt því að þessi álver eru algjörlega óháð hvoru öðru.
Eigi stækkunin í Straumsvík sér stað þýðir ekki að bygging nýs álvers í Helguvík verði ekki að veruleika.
Mín spurning er bara sú: HVERS VEGNA LIGGUR SVONA Á AÐ GERA ÞETTA STRAX ?
Mín ályktun er sú að Alcangaurarnir séu að drífa sig í að byrja svo ekki verði aftur snúið.


Mig langar að birta örlítið úr nýjustu færslu heimasíðunnar ,,Sól í straumi" þar sem fram kemur að mynd á heimasíðu Alcans séu með villandi upplýsingar.


Í færslunni kemur þetta fram: ,,Á myndinni hér að ofan, sem tekin er af heimasíðu Alcan, er annarsvegar sett fram ársmeðaltal og hinsvegar heilsuverndarmörk sem sólarhringsgildi. Eins og gefur að skilja er um ósamanburðarhæfar tölur að ræða. Út frá samanburði á ósamanburðarhæfum gögnum dregur Alcan þá ályktun styrkur SO2 hafi árið 2005 verið innan við 1/200 af þeim styrk sem þykir skaðlegur. Framsetning af þessu tagi er ósæmandi hverjum þeim sem vill kenna sig við faglega og málefnalega umræðu. Mikilvægt er að gögn sem eiga að vera almenningi til upplýsinga í aðdraganda kosninga séu faglega rétt sett fram. Því er ekki að fagna af hálfu Alcan í þessu tilfelli."
Þið getið lesið alla færsluna HÉR.

miðvikudagur, mars 21, 2007

enginn eða hvað?

mér líður svoldið eins og rauða punktinum hlýtur að líða á þessari mynd. (stundarbrjálæði)

föstudagur, mars 09, 2007

Skíðaferð

Seinustu helgi fór ég í Skóðaferð til Akureyrar á vegum skólans.
En þar sem ég á ekki nema eldgömul skíði sem passa ekki lengur var þetta meiri brettaferð fyrir mig.
Ég var svo heppin að geta fengið snjóbrettið hennar Lenu lánað.
Þegar ég loksins kom upp í fjall eftir sex tíma keyrslu og svefn á loftlausri vindsænginni dreif ég í að skella á mig búnaðnum til að læra á þetta apparat.
Ég byrjaði bara í auðveldu, þ.e. í brekkunni sem ég hélt að væri barnabrekkan en er öllu heldur brekkan sem togar mann bara upp að skálanum! Ég renndi mér þar nokkrar ferðir ásamt öðrum stelpum í fjórða bekk sem voru líka að prófa bretti í fyrsta skiptið (með misgóðum árangri).
Ég fékk nóg af því að renna mér niður þessa skítnu brekku svo ég rölti upp í skála í þeirri von um að rekast á einhvern sem væri á leið í stólalyftuna og þar hitti ég einmitt Petru og Margréti.
Við ákváðum að fara saman, sem varð svo aldrei þar sem ég dróst afturúr í biðröðinni eftir passa í lyftuna. En ég hitti Karen og hún fylgdi mér.
Alls renndi ég mér fimm sinnum niður hina illræmdu, löngu og bröttu brekku sem beið mín þegar upp var komið. Ég hefði kannski rennt mér oftar ef ég hefði ekki stútað á mér fótunum þegar ég reyndi að hægja ferðina alla leiðina niður, alltaf!
Þetta var þrátt fyrir mína lélegu kunnáttu á bretti mjög hressandi og ég vildi óska þess að geta farið oftar upp í fjall að renna mér. Ég er samt ennþá alveg eftir mig og marblettirnir eru farnir að láta sjá sig. Marblettir sem ég vissi ekki einu sinni að hefðu komið.
Eftir ferðina var mér ill í bakinu, hnjánum, olnboganum, lærunum, tánum og restinni af líkamanum en nú eru bara hnén og olnboginn eftir auk þess sem tvær tær á vinstri fæti haga sér mjög svo undarlega.

Ég tók bara nokkrar myndir en þær er hægt að sjá hér

laugardagur, febrúar 24, 2007

Seinfattarinn í lagi

Sem ég stóð á Hlemmi í dag og beið eftir strætó fór ég að velta fyrir mér hvort væri réttara að segja:
* Það segir sig sjálft
* Það segir sér sjálft.

Í gegnum tíðina hefur mér alltaf fundist maður eiga að segja það síðarnefnda en það rann upp fyrir mér í dag, standandi á Hlemmi, bíðandi eftir strætó að svo væri ekki.
Svona vella nýjar uppgötvanir uppúr manni á hverjum degi!

-Takk og góða nótt.

miðvikudagur, febrúar 07, 2007

Hið ljúfa líf

Það sem stóð uppúr í fáránleikanum í dag var þegar ég sat niðri á Hlemmi og horfði á hóp krakka, ekki í fyrsta sinn BETLA peninga af fólki sem beið eftir strætó. Það er augljóst að þeir eru ekki að segja satt þegar þeir segjast vanta strætómiða og ég get ekki ímyndað mér hvurn andskotann þeir gera með strætómiðana og hundraðkallana sem þeir fá svo upp í hendurnar. Það eina sem mér datt í hug er að þeir seldu rónunum þetta í staðinn fyrir sígarettur. En það er bara vegna þess að ég hef séð þá tala við rónana þarna niður frá eins og þetta séu bestu vinir þeirra.

Fegin er ég að hafa verið alin upp í mínum friðsæla Mosfellsbæ, þar sem ég gat hlaupið út á tún með hundinn minn og vinum og við lékum okkur í saklausum leikjum eins og vink vink í pottinn eða einni krónu. Heimur þessarra krakka, götulífið í hundraðogeinum er nokkuð öðruvísi og þetta minnir mig óneitanlega á ,,Trailer Trash people" eins og líferni fólks er sýnt í samnefndum þáttum. Það tók mig nokkurn tíma að venjast því að vera svona mikið niðri í bæ og sérstaklega að flytja niður í hlíðarnar. Ég var raunar guðslifandi fegin þegar ég komst aftur heim í MosfellsSVEITINA mína.
Fegin er ég að eiga hesta og æfa á piano og vera í kór og eiga helling af fullheilbrigðum og skynsömum vinum sem eru á mikilli framabraut og ég þakka Guði og foreldrum mínum fyrir að svo sé. Fegin er ég að hafa ekki alist upp á svona hátt og ég skal sko sjá til þess að börnin mín þurfi ekki að gera það.

Út frá þessu má líta á mig sem mjög fordómafulla manneskju en ég skora á þig að setjast niður á Hlemmi og fylgjast með þessu liði!

Sveitastelpan í Mosó kveður!

sunnudagur, febrúar 04, 2007

Eru ekki allir í góðum fýling!?!?!?!

Fýlingur er orð notað yfir skafrenning ef vindur er hægur. Ég var að komast að þessu á vísindavefnum þar sem einhver spurði um hvaða orð Íslendingar ættu yfir snjó.

Nú verður snúið að spyrja mig hvort ég sé ekki í góðum fýling.

-Takk

föstudagur, febrúar 02, 2007

mp3 högger

Ég rakst á bloggsíðu sem er svolítið sniðug og áhugaverð. Þar eru lög kynnt á svona mp3 pleilista í 6 daga í senn til þess að vera einungis örlítil kynning á þeim og höfundum þeirra.
Þetta eru kannski einhver lög sem maður myndi annars aldrei heyra.
Endilega kíkið á þetta.

http://www.mp3hugger.blogspot.com/

fimmtudagur, janúar 25, 2007

badehose.bloggar.is

Frá vinstri: Guðrún, ég, Karen og Hildur

Ég ákvað að gerast meðlimur síðunnar Badehose sem Hildur og Karen hafa haldið uppi.
Ætli þessi síða einkennist ekki af aulahúmor á versta stigi og fíflaskap og kjánalátum. Guðrún gerðist meðlimur nokkrum klukkustundum á eftir mér og þar með er allt talið.
Endilega skoðið vitleysuna ef ykkur finnst það ekki sóun á ykkar dýrmæta tíma.

sunnudagur, janúar 21, 2007

Enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur - Lágstéttin á Íslandi

Í síðustu viku var á ég leið í skólann með bróður mínum þegar ég heyrði í útvarpinu umræðu um hugsanlga byggingu húss fyrir heimilislausa í Reykjavík.
Ég hlustaði á þetta af miklum áhuga. Ég vinn nefnilega á Rauðarárstígnum og það klikkar ekki að einhverjir bágstaddir eins og Óli róni labbi framhjá. Yfirleitt bankar hann á gluggann og vinkar eða laumar sér inn í búðina. Þá sest hann á stólinn og fer að rabba. Fær sér slurk af vodkanu sínu og segist alltaf vera að bíða eftir Berglindi (rekanda búðarinnar). Hann stendur í þeirri trú um að hún sé konan hans. Auðvitað reynum við alltaf með sem bestu móti að koma honum út en höfum fengið einn löggimann til að rölta Rauðarárstíginn í eftirlitsferð.

En sem ég hlustaði á útvarpið, kappklædd í bílnum, föst í morgunumferðinni með góðan hitara á stilltan, og með alla eins vel búna í kringum mig, varð mér hugsað til þessarra einstaklinga sem eiga ekki húsaskjól. Og ég gladdist mjög yfir því að loksins yrði eitthvað gert fyrir þá. Um 30-50 manns sækja matstofu Samhjálpar dag hvern og 80 þegar mest er og þá fer maður að velta fyrir sér hversu margir í höfuðborginni eigi ekki heimili. Ég veit að löggan keyrir oft út á kvöldin og hirðir sem flesta upp, til að hleypa inn yfir nætur, þá á "vistinni" minnir mig að það hafi heitið, við Þingholtsstræti.
Ég veit að Óli er allavega heimilislaus. Hann er fremur kurteis og mér finnst ekkert annað en sjálfsagt en að vera kurteis á móti þrátt fyrir að hann hafi orðið undir í lífinu. Mig langar að í okkar samfélagi, þar sem engann á að þurfa að skorta neitt, eigi ekki þeir að vera til sem búa á götum úti.
Ég vissi ekki einu sinni af þessu fólki fyrr en ég var orðin fullgömul af því að mér datt ekki í hug að það væri möguleiki að eiga svona líf á íslandi. Mér finnst alveg hræðilega leiðinlegt að hugsa til þess.

Með þessu hef ég vonandi opnað hug einhverra. Vona að þetta minni mann á hvað maður hefur það gott af því að enginn veit hvað hann átt hefur fyrr en misst hefur.

-Takk

þriðjudagur, janúar 16, 2007

jéééé

ég er í tölvufræðitíma sem er ekki byrjaður.

Um helgina var afmælið hennar Hildar haldið með pompi og prakt. Hún er loksins orðin stauján ára litla krílið. Óskum henni til hamingju með það.

Núúúúú eins og sjá má átti ég heldur ómerkileg áramót. Var í Hvammi með foreldrum mínum. Eftir skaupið rölti ég út á tún til að tjékka hvort að hestarnir hefðu það ekki bara ágætt þrátt fyrir sprengingar allt í kring en þeir virtust fagna mér og finnast öruggara að hafa mig. Fyrst ætluðu þeir að hlaupa í burtu af fælni en svo gerðu þeir sér grein fyrir að þetta væri ég svo að þeir stoppuðu og löbbuðu í átt til mín.
Sumsé, ég naut áramótanna með hestunum mínum. Fór svo inn og bjó til myndasíðu á meðan ég hugsaði til allra brjáluðu partíanna sem ég vissi að áttu sér stað víðsvegar um landið.
En eins og margir segja, þá eru áramótakvöld hverra ára ein ofmetnustu kvöld...áranna.

sunnudagur, desember 31, 2006

Myndasíða

ég var að reyna að setja upp enn eina myndasíðuna.
Er enn ekki búin að læra alveg á kerfið en... enginn skaði skeður!

Það eru bara komnar einhverjar myndir úr tölvunni hans pabba en ég kaupi kannski myndavél á nýja árinu svo að það verða teknar myndir við fleiri tækifæri.

En mig langar samt að óska öllum gleðilegs nýs árs og vona að allir skemmti sér vel í kvöld og á nýársnótt.

http://www.flickr.com/photos/brynka/

Gjössovel.

laugardagur, desember 23, 2006

Greindarvísitölupróf

Congratulations, Brynkz!
Your IQ score is 133


This number is based on a scientific formula that compares how many questions you answered correctly on the Classic IQ Test relative to others. Your Intellectual Type is Visual Mathematician. This means you are gifted at spotting patterns — both in pictures and in numbers. These talents combined with your overall high intelligence make you good at understanding the big picture, which is why people trust your instincts and turn to you for direction — especially in the workplace. And that's just some of what we know about you from your test results.

Yup, þetta eru niðurstöður mínar úr greindarvísitöluprófinu sem Atli, frændi minn góður, benti á á bloggsíðunni sinni -> www.blog.central.is/851
Mér fannst hann nokkuð góður að vera með 122 í greindó en ég sló honum víst við. Varð samt vör við að hafa óvart krossað við vitlausa möguleika hjá örfáum spurningum þannig að ég ætti jafnvel að vera enn hærri!
Húrrum fyrir því. Þetta var örlítil uppörvun fyrir mig eftir að hafa séð slæmu einkunnirnar mínar í skólanum en það verður ekki fjallað neitt nánar um þær.

Langar að óska öllum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári og þakka innilega fyrir það liðna.

GLEÐILEG JÓL!
-Brynhildur.

þriðjudagur, desember 19, 2006

Nibbb

komst ekki í þessa Ameríkuferð þar sem búið var að velja úr þeim 70 sem þegar höfðu sótt um.
Issss.....
Bömmer. Kannski næst.

föstudagur, desember 15, 2006

Amríkuferð ?

Hvernig sérð þú fyrir þér Brynhildi í Ameríku?

Gæti verið spennandi!
Gæti gerst næsta haust!;)

Icelandics on Ice (IOI) óskar eftir starfsfólki/knöpum

Ég sótti um.
Vonum það besta.

- Takk!



Íssýning? Hummm.....

mánudagur, desember 11, 2006

Beta blogger er málið

Djö ég er ánægð með þetta nýja öppgreid hjá Bloggernum.
Nú er allt mun auðveldara.
Nýja lúkkið mitt um daginn var ekki alveg að taka sig nógu vel út þar sem kommentin fóru í rugl og allt var í hassi.
Þetta er ég ánægð með, nú get ég farið að dunda mér í jólafríinu... sem er þó enn ekki komið.
Ég á núna fjögur próf eftir og það er allt komið í rólegheit ef miða á við seinustu tvær-þrjár vikur.

Áðan var ég að taka strætó heim frá Ártúni. Að þessu sinni átti strætóinn minn að koma 9 mínútur yfir. Ég kom þarna alveg eina mínútu í þá klukkustund sem leið þannig að ég var fremur örugg með tíma. Stóð þarna í köldu strætóskýlinu og beið í örvæntingu eftir strætisvagninum sem virtist ekki vilja láta sjá sig. Klukkan var orðin fimmtán mínútur yfir og ég farin að blána í framan og fingurnir hættir að geta haldið í pokann sem ég bar, og enn lét strætó ekki sjá sig.
Þar sem ég er alveg últra þolinmóð manneskja þá sagði ég mér sjálfri bara að klukkan á símanum mínum væri nokkrum mínútum fljótari en strætóklukkan. Og enn leið tíminn...
Fjórum mínútum síðar sá ég glitta í þann gula, sármóðguð og óþolinmóð. Nú skyldi ég sko láta bílstjórann heyraða!
En þrátt fyrir tíu mínútna seinkun og tuttugu mínútna bið í köldu strætóskýli var ég of fegin að stíga upp í strætisvagninn til þess að hella mér yfir aumingja strætóbílstjórann.

Hvað er samt málið með að eini strætóinn sem kemur Alltaf of seint sé einmitt sá sem ég þarf að taka?

miðvikudagur, desember 06, 2006

Skuggsýnt yfir

Ég hélt að ég hefði hlakkað til prófanna.
Það var einhver bjartsýni...

Prófin virðast endalaus.

sunnudagur, desember 03, 2006

Free Hugs! -> tjékkit

Mér fannst þetta ótrúlega fallegt. Lætur manni sannarlega líða vel og vilja breyta til hins góða. Til allra þeirra sem langar í knús: Takið utan um þá sem ykkur þykir vænt um.

Skoðið FREE HUGS hér.

Mig langar allavega að faðma alla sem mér þykir vænt um núna.
-Takk!

miðvikudagur, nóvember 29, 2006

nýtt lúkk inn/komment út

Bloggið mitt er í rúst í kjölfar nýja lúkksins, kommentasíðan villtist af leið og hefur ekki enn náð sínum fyrri farveg.
Ég er ekki sátt.

Hvernig eruði annars að fíla nýja lúkkið ?
- Ahh djöf... þið getið ekki kommentað um það! >(

Nokkrar myndir